Miðvikudagur, 12.11.2008
Skírn og fleira margvert
Varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu um helgina að einhverjir óprúttnir aðilar ákváðu að brjótast inn í annan bílinn hjá mér, sjálfsagt hafa viðkomandi verið að leita að einhverjum verðmætum enn komið að tómum kofanum. Ég hef haft það fyrir vana að taka allt verðmæti með mér inn úr bílnum. Enn aðkoman var samt ekki fögur, búið að rífa allt úr öllum hólfum og lá allt draslið um öll gólf.
Í sólskigninu var þó fjarstýring fyrir bílskhúsdyrnar og hafa þjófarnir tekið hana með sér eftir að hafa opnað skúrin og litast þar um innandyra. Þeir tóku með sér startæki og kapla. Samt var ég með stóra kerru í smíðum sem ekkert hafði verið snert við ásamt verkfærum til smíðinnar. En þar sem þjófarnir höfðu meðsér fjarstýringuna var kerrunni komið fyrir annarstaðar þar til ný fjarstýring var græjuð.
Talandi um kerrusmíðina þá gengur hún vel og mun ég birta myndir nú í vikunni af gripnum fullbúnum.
Nú það arkað í guðshús og drengurinn skýrður. Fékk hann nafnið Árni Snær Lúthersson. Þetta nafn var alveg út í loftið tómt og vissum við ekki til að við værum að skýra í höfuðið á neinum, enn langömmurnar voru snöggar til og héltu að við hefðum verið að skýra í höfuðið á einhverjum aldargömlum Árna sem var víst alveg æðislegur. Ég held því samt fram að á Íslandi sé ekki hægt að skýra ekki í höfuðið á neinum.
Gekk skírnin vel og var drengurinn alsæll þó var hann aðeins ósáttur við að vera klæddur í kjól, en auðvitað var KR merkinu komið fyrir innanklæða.
Foreldrar, skírnarvottar og prestur, allt löglegt.
Athugasemdir
Til hamingju með Fallegt nafn á prinsinum
Brynja skordal, 12.11.2008 kl. 02:21
Jiiii.... hvaða myndarlega stelpa er þetta þarna í gráa pilsinu.
Við þurfum ekki að hafa samviskubit yfir því að hafa farið lítið í guðshús á þessu ári.... svona miðað við hvað messan var löng !! Er enn fúl við þig að hafa ekki boðið mér með þér út að reykja :=)
Fallegt nafn á fallegum strák...
Sifjan, 12.11.2008 kl. 14:19
VAR ÞAÐ SÉRA SVAVAR SEM SKÍRÐI DRENGINN ÞESSU FORNA OG FALLEGA NAFNI?
Vignir Arnarson, 13.11.2008 kl. 16:08
Séra Svavar var það. Svo er svo gott að hafa kirkjuna hérna við hliðina, maður er ekki nema 4 mín að ganga heim.
S. Lúther Gestsson, 14.11.2008 kl. 03:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.