Miðvikudagur, 10.12.2008
Jóladundur.
Bloggvinur minn góður benti mér á að fara að jólast og láta íþróttaskrif vera í bili eftir síðasta íþróttablogg.
Því var farið út með seríur, málband, hallarmál, ásamt verkfræðiteikningum og byrjað að skreyta. Eftir um hálfsólarhrings törn var komið örlítill jólafílingur á húsið eins og meðfylgjandi mynd sýnir svo glöggt.
Lesendum þessa bloggs er bent á að öll eftirherma af þessari jólaskreytingu er stranglega bönnuð nema með leifi höfundar(sem er ég).
Eldri sonurinn er í sjokki eftir að undirritaður settist á rúmgaflinn hjá honum og fór að útskýra ferðir jólasveinsins inn og út um gluggann hjá honum eftir nokkra daga. Hann þvertekur fyrir að sofa og sofna einn í rúminu sínu. Segir að hann kæri sig ekkert um einhvern kall skríðandi inn um gluggann hjá sér. Samt fór ég afar varfærnislega í að útskýra þessar ferðir sveinka.
Athugasemdir
Þessi skreyting er algerlega misheppnuð, varla nema 10 min. verk að fleyga þessu upp.
Lúddi minn, ertu nú alveg viss um að þú hafir farið fínt í að sega frá komu elskulegs sveinka með gjafir í skóinn? Notaðir þú orð eins og "Vinur, pakka, brosandi og GÓÐUR"?
Förum svo að taka í kaffibolla.
Kveðja Sigurjón.Sigurjón 10.12.2008 kl. 15:50
Nú líst mér á þig - jóla, jóla og styttist ógurlega í Stekkjastaur
Páll Jóhannesson, 10.12.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.