Jóladundur.

Bloggvinur minn góður benti mér á að fara að jólast og láta íþróttaskrif vera í bili eftir síðasta íþróttablogg.

Því var farið út með seríur, málband, hallarmál, ásamt verkfræðiteikningum og byrjað að skreyta. Eftir um hálfsólarhrings törn var komið örlítill jólafílingur á húsið eins og meðfylgjandi mynd sýnir svo glöggt.

 picture_063_747603.jpg

Lesendum þessa bloggs er bent á að öll eftirherma af þessari jólaskreytingu er stranglega bönnuð nema með leifi höfundar(sem er ég).

Eldri sonurinn er í sjokki eftir að undirritaður settist á rúmgaflinn hjá honum og fór að útskýra ferðir jólasveinsins inn og út um gluggann hjá honum eftir nokkra daga. Hann þvertekur fyrir að sofa og sofna einn í rúminu sínu. Segir að hann kæri sig ekkert um einhvern kall skríðandi inn um gluggann hjá sér. Samt fór ég afar varfærnislega í að útskýra þessar ferðir sveinka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi skreyting er algerlega misheppnuð, varla nema 10 min. verk að fleyga þessu upp.

Lúddi minn, ertu nú alveg viss um að þú hafir farið fínt í að sega frá komu elskulegs sveinka með gjafir í skóinn? Notaðir þú orð eins og "Vinur, pakka, brosandi og GÓÐUR"?

Förum svo að taka í kaffibolla.

Kveðja Sigurjón.

Sigurjón 10.12.2008 kl. 15:50

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Nú líst mér á þig - jóla, jóla og styttist ógurlega í Stekkjastaur

Páll Jóhannesson, 10.12.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband