Ég vaknaði í morgun klár og hress.

Á mjög ókristilegum tíma var ég dreginn út úr húsi í morgun rúmlega 08:10.  Þetta er fótaferðatími sem aðeins eldra fólk er komið á fætur og farið að gera nákvæmlega ekki neitt, enda ekkert hægt að gera neitt að viti um miðja nótt. Tilefnið var mánaðarlegur bakarísfundur hjá okkur félögunum sem ferðumst saman um hálendið  á vélsleðum.

Þrátt fyrir 2 faldan expresso og 4 sykurmola í öðrum lófanum hékk ég með hangandi haus eins og dópaður bolabítur yfir rúnstykkinu. Enda klukkan aðeins 08:20 og varla farið að birta, mér finnst eiginlega furðulegt að það sé hægt að komast í bakarí á þessum tíma dags.

Eftir þref og kíting um hver ætti að borga rúnstykkin, þar sem ástand mitt var gróflega misnotað var haldið upp í Mótormax. Venjulega tekur það mann ekki lengi að vakna þegar inn í þann sal er komið. Stæðsti og flottasti dótakassi á öllu landinu, vélsleðar, fjórhjól, crossarar, bátar og gargandi hestöfl upp um alla veggi.

Erindi okkar var samt smávægilegt, máta brynjur því eftir tvö slys á síðasta vetri þar sem brynjur voru ekki með í för var ákveðið að taka ekki þann séns aftur. Það var eiginlega ekki fyrir okkar tilstilli að ekki hlaust stórslys af þar sem meðal annars hjálmur stórskemmdist eftir byltu.

Enn við brynju mátunina missti ég út úr mér við einn félagann hvort hann hefði bætt á sig kílóum frá því í fyrra, eiginlega hefði allt blindravinafélagið séð það langar leiðir. Enn á algerlega nýju íslandsmeti varð allt gjörsamlega stjórnlaust í salnum og ruku menn á hvern annan eins og óðir hundar, það var ekki fyrr enn kassadaman kom í nýþröngum crossaragallanum að við, nei ég meina strákarnir róuðust. Ekki náðu menn þó að semja um frið sín á milli fyrr en búið var að ákveða að renna niður í World Class í fitumælingu.

Fitumæling er ein sú  furðulegasta athöfn sem ég hef tekið þátt í, enn ég var afar sáttur við útkomuna.

Hugsiði ykkur hvað menn geta lagt á sig bara við það eitt að vera þrjóskhausar og uppskera svo eintóma niðurlægingu í staðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sendi tér og tínum bestu óskir um gledilegt ár .

Hjartanskvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 31.12.2008 kl. 06:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband