Getur einhver hjálpað mér?

Ég var að hlusta á Björk Guðmundsdóttur söngvara,  hún var að tala um ástandið í þjóðfélaginu og vilti taka svona á atvinnuástandinu:

"Það er spurning um að leiða allt þetta fólk sem er að verða atvinnulaust inn í þessa orku og tengja það saman"

Ég eiginlega var í allt gærkveldið að velta mér uppúr þessum orðum, ég er nefnilega ekki lang-háskólagengin og skil hana því ekki, reyndar hef ég aldrei skilið hana.  Því langar mig að fá hjálp frá ykkur bloggvinir góðir.

Ég spyr:

Er þetta hættuleg aðgerð?

Þekkir einhver tilhvort svona lausn hefur borið árangur einhverstaðar?

Hvað er áætlað að svona aðgerð beri skjótt árangur?

Þetta var að vísu útskýrt með þar til gerðum handahreyfingum og bendingum sem ég er orðin allur marin og blár af að reyna að herma eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ekki veit ég hvad tessi settning eigi ad tída hjá henni Björk okkar.Er tetta ekki í eihverjum tengslum vid annad í vidtalinu vid hana????

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 2.1.2009 kl. 08:06

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll félagi og gleðilegt nýtt ár. Ekki get ég hjálpað þér og ég er þess fullviss að Björk gæti ekki einu sinni sjálf útskýrt hvað hún á við

Páll Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 15:20

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ha,ha,ha nei líklega getur hún það ekki.

S. Lúther Gestsson, 4.1.2009 kl. 03:34

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hehe flottur

hey - Gleðilegt Ár

Jón Snæbjörnsson, 4.1.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband