Miðvikudagur, 7.1.2009
ÍÞRÓTTABLOGG (Vá bara tvö í röð)
Já þá er komið að íþróttabloggi. Það sýnist nú mörgum hitt og annað þegar ég hef upp röst mína í sambandi við íþróttir, enn það er líka allt í lagi ég er ekki vanur að eyða miklum tíma í að ræða hluti sem allir eru sammála um. T.d hef ég ekki skrifað neitt um silfurliðið í handbolta, það eru bara allir sammála um að það var góður árangur.
Ég vil frekar taka upp mál sem mér finnst lítið vera talað um og eru kannski meira deilumál heldur en árangur silfurliðsins.
HANDKNATTLEIKSDEILD STJÖRNUNAR KÚKAÐI Í BUXURNAR
Það er mín skoðun að Stjarnan vissu allan tíman að þeir myndu ekki getað staðið við samninga við leikmenn, en samt láta þeir menn skrifa undir án þess að sega orð við þá um stöðu félagsins. Þetta staðfesti leikmaður liðsins við mig.
Patrekur Jókannesson kórónar svo lágkúruháttinn með blaðaviðtali við Vísi í dag þar segir hann orðrétt:
"Fannar er farinn og hinn örvhenti Hermann Björnsson er líka farinn. Hann ákvað að flýja til FH. Hringdi í FH-ingana og bað um að vera með. Það fannst mér mjög svekkjandi og ég skil það engan veginn enda uppalinn Stjörnumaður sem hefur verið að fá mikil tækifæri hjá okkur í vetur".
Við skulum hafa það alveg á hreinu að Bæði Fannari og Hermanni voru boðnir samningar um laun sem var ekki staðið við, þeir fá ekki borguð launin sín.
Hvað eiga menn að gera á hinum almenna vinnumarkaði sem fá ekki launin sín?
Nú skal ég koma með hliðstætt dæmi um samskonar mál.
Handknattleisdeild Gróttu lendi í sams konar vandræðum og Stjönumenn nema að þeir kölluðu strax á alla leikmenn liðsisns áður en mót byrjaði og sagði þeim allt af létta, báðu menn um aðstoð, hvað uppskáru þeir? Jú allir leikmenn liðsins fóru í að laga stöðu liðsins og spiluðu að sjálfsögðu með því áfram.
Það er fáránlegt að stjórn HSÍ skuli ekki dæma Stjörnumenn niður um deild, því það er gert erlendis og við spilum eftir sömu alþjóðareglum.
Það að þjálfari tali um að leikmenn hafi fram svekkjandi framferði er lágkúra. Því Stjörnumenn hafa komið ílla fram við leikmenn og eru ekkert sjálfir nema SVEKKJANDI!!
Nantes vill fá Andra Berg frá Fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.