Sunnudagur, 1.2.2009
Hér er allt bara í lala gír.
Veðurblíða er það sem einkennt hefur þessa helgi hér sunnanlands, heiðskírt, sól, froststilla og snjór yfir öllu. Helgin hefur þó farið að mestu leiti í vinnu. Við fjöldskyldan vorum búinn að taka þennan Sunnudag frá til að skjótast smá ferð út fyrir bæinn en vinnan tók það frá okkur. Mér sýnist á öllu að klakavél með lekanda taki einhverjar næstu klukkustundir.
Ég fór þó upp á Mosfellsheiði seint í gærkveldi að leyfa mági mínum og frú hans að taka í vélsleða.
Guðbjörn sonur minn hefur verið að ná sér eftir uppskurðinn um daginn og eru flott batamerki á honum, ekkert sérstakt komið upp nema þá helst óþolinmæði hans yfir að þurfa að vera mikið heimafyrir og borða mauk. Rosalega duglegur drengurinn.
Mínir menn í Liverpool taka á móti Chelsea í dag og ætla ég að fylgjast með leiknum með öðru auganu í vinnunni, reikna þó fastlega með að mínir menn girði upp um sig brók og vinni leikinn enda ég búinn að senda Benides og liðinu hugarskeiti hvernig þeir verði að fara að taka sig á. 1:0 fyrir Liverpool segi ég.
Ekkert merkilegt sem sé að gerast en við höfum það þó ágætt Hólabergsfamilían.
Góðar stundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.