Jasmine er látin.

Jasmine lést í nótt sem leið langt fyrir aldur fram eða aðeins um árs dvöl í þessum heimi. Jasmine verður sárt saknað og á eftirlifandi maður hennar Aladdin hug okkar allan núna.

Erfitt er að fylla skarð svo mikillar vinar eins og jasmine var og skemmst að minnast allrar löngu stundirnar sem ungviðurinn á heimilinu átti við að horfa á hana leika listir sínar svo full af lífsgleði og kátínu.

Sjálfur átti ég mikil samskipti viðð Jasmine og þau skötuhjú þar sem yfirleitt kom í minn hlut að þrífa litlu glerkúlu þeirra hjóna, ekki laust við að skrítið verði að þrífa kúluna án þess að hennar njóti við.

Þeim sem vilja minnast Jasmine og veita ungviðinu á heimilinu samhug er bent á að ef einhver veit um lítið alvöru fiskabúr á vægu verði mindi það veita ómælda hjálp í allri þeirri sorg sem umlikur þeirra litlu hjörtu. Svo ekki sé talað um Aladdin sem á við sárt að binda núna og syndir einn í sorg sinni í litlu kúlunni sinni.

Ég hef reynt í allann dag að ná sambandi við hann en hefur það reynst erfitt og á sorg hans örugglega einhvern þátt í því.

Blessuð sé minning Jasminar og megi hún hvíla í friði hjá öllum hinum gullfiskunum á himni.

 

picture_029_786543.jpg

 

 


 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir Arnarson

     Hin stórkostlega fjölbreytni mannlegrar reynslu yrði fáæklegri og ekki eins gefandi ef ekki væru neinar hindranir að yfirstíga.

Sigurgleðin yrði ekki svipur hjá sjón ef við næðum toppnum án þessa að fara fyrst um dimma dali.

Það nema börn sem í bæ er títt

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft

Nokkur huggunar orð til pabbans ekki veit nú af..................

Fyrir Lúdó:  Oft fylgir öxull framdrifi

Það sem aldrei hefur komið fyrir áður getur alltaf komið fyrir aftur.

Kvenmenn eru eins og LÚDÓ. Maður þarf sex til að komast áfram.

Vignir Arnarson, 3.2.2009 kl. 09:46

2 identicon

eg myndi fara og tala við strákana i dýragarðinum síðumúla 10 þeir eiga oft mjög ódýr fiskabúr og svo er topp þjónusta þar. en svo gett eg lika reddað þer alvöru búri  eg er með fiskabúr sem er með 720L a vatni og er um 1 tonn með öllu. kveðja að norðan

Haraldur Ævarsson 4.2.2009 kl. 20:43

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Halli minn, svo ef að búrið springur þá drukknar öll fjöldskyldan. Nei takk.

Vignir: Ég hef líka séð öxul yfirgefa framdrif:)

S. Lúther Gestsson, 5.2.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband