Mánudagur, 4.5.2009
Home alone.
Nú er konan búin í fæðingarorlofi, vetrarfríi, sumarfríi orlofi og hvað þetta heitir allt saman. Hennar fyrsti vinnudagur var í morgun og vaknaði ég því mjög snemma á mínum mælikvarða með 2 stráka heima og þurfti að koma þeim eldri á leikskóla en svo eyðum við yngri strákurinn deginum saman heima. Auðvitað rignir eld og brennisteini svo ekki getum við notað sólpallinn eða garðinn í afslöppun.
Þar sem þetta er fyrsti dagurinn hjá mér sem einskonar heimavinnandi húsfaðir var konan spör á heimavinnuna, allavega minntist hún ekkert á skúringar, bakstur eða tiltekt af neinu tagi.
Eiginlega finnst mér að aðlögunartíminn minn heima fyrir eigi að standa yfir í eitt sumar að minnsta kosti og því eigi ekki að liggja fyrir mikil heimavinna.
Annars er ég að hlusta á útvarpið og heyri að mikið af fólki er að hringja inn og suða um hitt og þetta, appelsín, bíómiða, og fleiri nauðsynjar. Skildi maður kannski bara eiga að stunda þetta fyrst maður er heima? Hringja í allar útvarpsstöðvar og reyna að vinna hitt og þetta þess á milli sem maður biður um óskalög og rífur kjaft?
Svo getur maður sýnt konunni þegar hún kemur heim hvað maður er búinn að vera duglegur að færa björg í bú, búinn að vinna kippu af appelsín, út að borða, bíómiða, að ógleymdum öllum afsláttarmiðunum sem maður væri búinn að klippa út úr dagblöðunum.
Allavega er stærsti áhyggjupakkinn núna hvort konan verði ekki kominn heim þegar KR tekur á móti fh í keppni meistarar meistaranna. Jú, jú hún hlýtur að taka tillit til þess
Athugasemdir
hvernig fór þessi leikur Lúther
Jón Snæbjörnsson, 4.5.2009 kl. 22:49
Maður er svo sem ekkert að æsa sig yfir úrslitum yfir einhverjum æfingarleik sem engu skiptir.
S. Lúther Gestsson, 5.5.2009 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.