Laugardagur, 4.7.2009
ALDREI-ALDREI-ALDREI
Ég hef ekki lagt það í vana minn að horfa mikið á Man-united leiki, horfi frekar á stórveldi á borð við Liverpool og KR. En það er algerlega kristalstært eins og guð skóp heiminn að ég horfi ekki á Owen spila í treyju United í einhverjar 90 mínutur.
Ég hef reynt ítrekað í allan dag og er klukkan nú reyndar orðin 02 að nóttu að reyna að ná einhverri sátt við að sjá Liverpool drenginn, sem reyndar verður aldrei frægur undir öðru en að hafa spilað með Liverpool veifa fánanum á þessari hörmulegu ljósmynd sem er reyndar svo hrikalega ílla tekinn að ég vonaði lengi vel að þetta væri foto shoppað.
Hvað átti að reyna að ganga langt í því að drepa mann úr þunglyndi þessa vikuna, Gummi Ben átti að þjálfa Valsmenn, Owen að spila með United, og svo tapaði Magni frá Grenivík.
Megi þetta allt saman fara til he........
ÉG ER FARINN Á FJÖLL.
Owen samdi við United til tveggja ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ótrúlegt að fletta blöðum um að þessi og hinn séu fara í þetta lið... núna..eftir 5 mín..í næsta lið og svo að kolli...svo segjast menn vera hundóánægðir hjá sínu liði,sérstaklega með spilatíma,þaraf leiðandi minni aur..en svo skrifa menn undir nýja samninga hjá sínu lið og segja ekkert annað hafa staðið til..Annars er ég sammála pistlinum þínum...frá a-ö...nema ég fer ekki uppá fjöll...er að fara með einhverjar konur í að gæsa...Eigðu góðan dag.
Halldór Jóhannsson, 4.7.2009 kl. 09:16
Æi Lúther minn þú þarft engar áhyggjur að hafa... þetta fer allt til ands...... Skemmtu þér vel á fjöllum
Páll Jóhannesson, 6.7.2009 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.