"Kúkurinn í tjörninni.....

er ykkur að kenna" söng Miðjan stuðningshópur KR ásamt því að taka frumsamið lag eftir sjálfa sig sem heitir "OFMETINN" og fjallar textinn eins og gefur að skilja um Marel Baldvinnson leikmann Vals.

Ætla ekki að vera með neina textalýsingu af þessum leik um  en um yfirburði KR má lesa á öllum helstu fréttamiðlum landsins. Meira að sega dómarinn gat ekki stöðvað leikgleðina þrátt fyrir ýtrekaðar tilraunir.

Fyrsta sjokk Valsmanna var náttúrulega að fá 1.300 manns á völlinn, það hafa þeir bara ekki lent í áður ef marka má ringulreiðina út á plani rétt fyrir leik. Aðeins ein lúga opinn fyrir miðasölu og var biðröðin kominn langleiðina út í Frostaskjól þrátt fyrir að 10 mín væru liðnar af leiknum.

Starfsmenn Vals voru greinilega ennþá að leita eftir  áfallahjálp þegar flautað var til leikhlés því allar sjoppur voru mannlausar og aðeins ein opinn og þar voru 3 stúlkur við fermingu að afgreiða.

Þetta hlýtur að vera hægt að laga þegar næsti stórleikur verður háður, hvenar sem hann svo verður, það er allavega ekki útlit fyrir því á þessu ári.

Fyrsta skiptið sem ég fer á þennan völl og leist mér samt sem áður mjög vel á hann,  virkilega hægt að laða fram flotta stemmingu í stúkunni, og vonandi punktuðu stuðningsmenn Vals hjá sér einhver atriði hvernig KR ingar gera þetta.

 

 


mbl.is Tvö rauð spjöld þegar KR sló Val út úr bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæl þú manna heilastur

ÁFRAM KR

Gunnþór 3.8.2009 kl. 01:03

2 identicon

Undanúrslit í bikar og annað sætið í deildinni, heilum tug stiga á eftir risaveldinu.  Ekki lítið afrek það. 

bjarni 3.8.2009 kl. 01:56

3 identicon

Góður sigur hjá KR en mér finnst ástæulaust að vera alltaf með þennan rembing og leiðindi gagnvart mótherjanum

Benedikt Guðmundsson 3.8.2009 kl. 03:25

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Benedikt:

Rembingur og leiðindi eru bara til að gera fótboltann skemmtilegri, rígur á milli nágrannaliða hefur alltaf verið til taks bæði hérlendis og erlendis og býr bara til meiri spennu milli liða.

Þó þarf ætíð að gæta þess að einstaklingar séu ekki miðjan í þessum deilum og láta tölvuna eða orð ætíð vera framar en hnefana.

Nágrannaslagur eins og hann kallast er yfirleitt til sóma hérlendis og má þar taka dæmi eins og KA - Þór /  Valur- KR /  FH - Haukar.

S. Lúther Gestsson, 3.8.2009 kl. 11:25

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þó vill ég taka skýrt fram að fermingastelpurnar í sjoppusölunni sem ég minntist á hér að ofan stóðu sig með mikilli prýði, þær gátu bara ekki afgreitt yfir 10000 manns á korteri.

S. Lúther Gestsson, 3.8.2009 kl. 11:45

6 identicon

Það hefði verið gaman að sjá hvort að þetta hefði gengið eitthvað betur fyrir sig í skítaskjóli.En bara svona ef þú vissir það ekki Var Verslunamanna helgin um helgina þannig að það var um 90% starfsmanna í fríi.En að þú sért að kvarta yfir dómaranum er ekki í lægi með þig,Þessar Posulín dúkkur sem eru í kr eru einhverjir mestu vælukjóar og ræflar í Íslenskum fótbolta,það má ekki koma við þá, þá fara þeir bara að skæla og oftast þá í tólfta leikanninum sínum (Dómaranum),sem er alltaf búin að fá sínar greiðslur frá honum Björgólfi.En það verður gaman að sjá hvað skeður í Skítaskjóli á næsta ári þegar ekki verða til peningar til að borga Ræflunum laun því hann björgólfur er farin á hausinn og það þýðir að Kr sé farið á hausinn.

Valsari 3.8.2009 kl. 14:21

7 identicon

Ertu nokkuð að tala um Björgólf sem fór á hausinn í vikunni sem var stærsta gjaldþrot íslands og bretlandssögu. Ef þú ert að því, hvernig á hann efni á því að múta eitthverjum dómara?

Kr ingur 3.8.2009 kl. 15:57

8 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Valsmenn fengu fleiri aukaspyrnur en KR. Roslalega leiðinlegt hvernig fór fyrir Björgólf, þetta er öðlingur og hefur margt gott gert fyrir íþróttastarf allstaðar á íslandi. Hann meira að sega var aðalstyrktaraðili deildarinnar í fyrra.

Enn hann mun alltaf halda áfram að styrkja KR, þið þurfið ekkert að gráta það. 

Hvernig hefur Reykjavíkurborg staðið við bakið á ykkur Valsmönnum? Það er eins gott að borgin fari ekki á hausinn, því þá myndi ríkið eignast Val.

Þessi fáránlega afsökun að það hafi verið verslunarmannahelgi og því ekkert starfsfólk fáanlegt er nákvæmlega valsmönnum rétt lýst. 

ÞAÐ ER ÖLLUM DRULLUSAMA UM VALSMENN.....meira að sega staffinu.

Hjá KR hlaupa menn alltaf í manns stað. Bjöggi borgar svo vel

S. Lúther Gestsson, 3.8.2009 kl. 18:18

9 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ja hérna kæri bloggfélagi þú ert komin út á hálan ís og trúlegra hálli en þú ræður við. Þú getur þó engum kennt um nema sjálfum þér... þú fórst sjálf viljugur út á hann. En annars til hamingju með sigurinn á Reykjavíkur Stórveldinu Val.

Páll Jóhannesson, 3.8.2009 kl. 20:24

10 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Páll minn kæri. það er gott að þú ert kominn mér til aðstoðar í þessu leiðindarmáli.

Til að setja þig örlítið inn í þetta mál þá var það þannig að Valsmenn áttu leik um verslunarmannahelgi, sem var nú reyndar enginn venjulegur leikur því um bikarleik var að ræða. 

Þeir fáu Valsmenn sem til eru voru greinilega með hugann við eitthvað allt annað og máttu ekki vera að því að setja þennan leik á dagskrá.

Það var náttúrulega kannski bara formsatriði þar sem alveg var vitað hvernig úrslitin yrðu, því það má alltaf taka í elsta tuð ráð í heimi og kenna dómurunum um allt saman. Úrslitunum,   framkvæmdinni og líklega er bankahrunið þeim líka að kenna.

Hafðir þú  það ekki bara annars gott í umsjá Möggu Blöndal?

S. Lúther Gestsson, 3.8.2009 kl. 20:57

11 Smámynd: Páll Jóhannesson

Jú mikið höfðum við það gott í umsjá Möggu - hún er svo indæl þessi elska

Páll Jóhannesson, 4.8.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband