Er ekki einhver að gleyma einhverju?

Mig langar að vita nokkur atriði.

1. Hvers vegna fór hún frá USA án þess að fá samþykki föðurs?

2. Hvers vegna hefur faðirinn ekki fengið að sjá börnin sín í tæp 2 ár?

3. Langar börnunum ekkert að fá að umgangast föður sinn?

Þessi frétt er sett svoleiðis upp að hún hafi bara óvart lent á íslandi og bara ekkert heyrt í föðurnum í tæp 2 ár, svo bara allt í einu þá bara krefst faðirinn að fá að sjá börnin og vill að hún komi þeim til hans. En hún bara getur ekki sett börnin til hans og á ekki pening til að lifa. Samt vill bara pabbinn fá að sjá börnin. Þetta er náttúrulega bara  helber dónaskapur í honum er það ekki?

Eigum við bara ekki að fá að vita alla söguna og nr. 1 að fá að heyra kannski hlið föðursins á þessu?

Þá fáum við kannski að vita hver er brotlegur og hver ber ábyrgðina.

 

 


mbl.is Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lestu þetta...þá kemur amk önnur hlið í ljós :)

http://doggpals.blog.is/blog/doggpals/entry/928756/

The Dave 11.8.2009 kl. 01:59

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Já, einhvernveginn grunaði mig þetta.

Nú fækkar spurningum mínum hér að ofan, en langar mig samt að vita:

1. Hvað fær móður til að gera börnunum sínum þetta? 

S. Lúther Gestsson, 11.8.2009 kl. 02:06

3 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Eflaust gerði hún að hluta til rangt með því að fara með börnin hingað án samþykkis föðursins, EN ... hann hefur ekki reynt að ná sambandi við börnin í langan tíma og það hefur komið fram að hann á við geðræn vandamál að stríða.  Börnin koma ekki til með að vera hjá honum ef hann fær forræðið heldur foreldrum hans þ.e. ömmu og afa drengjanna. Ok, það er ekki slæmt hlutskipti að alast upp hjá ömmu og afa, EN .... ef móðir drengjanna er "í lagi", þá held ég að í þessu tilfelli að drengirnir ættu að fá að vera áfram á Íslandi ...... hræðilegt að rífa þá upp héðan ef allt er í lagi hér hjá þeim

Katrín Linda Óskarsdóttir, 11.8.2009 kl. 02:14

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Mér sýnist börnin vera á þeim aldri að þau munu  fylgjast ógreinilega með þessu.  Þau upplifa bara einskonar hatur milli foreldrana og svo ekki sé minnst á þetta ferðalag sem þau eru að fara í.

Þegar út er komið er hætt á að ballið byrji og ekkert okkar getur sagt til um hvernig þau koma til með að upplifa það. 

Veistu Katrín að ég hefði frekar getað trúað þessu upp á föður barna en ekki móður. Einfaldlega vegna þess að ég held að mæður hefðu hugsað málið alla leið út frá hagsmunum barnanna.

Hvernig er hægt að leysa svona mál þannig að það komi til með að hafa sem minnst áhrif á börnin þegar þetta er komið í svona flækju?

S. Lúther Gestsson, 11.8.2009 kl. 02:23

5 identicon

Hvernig átti hún að geta verið í BNA þegar hún var skilin við kallinn og hann bjó þannig um málin að hún gat ekki séð fyrir sér þar í landi.

 S. Lúther.. Gera börnunum sínum hvað?? 

Þessi frétt var ekki hugsuð til að segja hvað er rétt og rangt í þessu   heldur til að koma fólki til að hugsa um að svona er alltaf að gerast, svipað og verra.

Af því sem ég sé þá er konuni stilt uppvið vegg og það er þegar búið að kveikja á sprengjuni sem hún situr á.

Pabbinn hann er ekki heill af því sem ég skil af þessu.

í svona málum þá er annað foreldrið að nota börnin sem skotfæri á hitt foreldrið. taka þau af henni afþví að hann getur það.  Svo þegar hann er sendur eitthvað þá fara börnin til ömmu og afa eða eithvað.

Sýniði grey konunni smá virðingu hún á án efa eftir að lesa þetta.

 svo ef þú hefur ekkert gott að segja, sleptu því að segja nokkuð.

Björn N 11.8.2009 kl. 02:48

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Vertu ekki að þessari vitleysu Björn.

Hvar stendur að fyrrum maðurinn hennar hafi hent henni út á götu og skellt á eftir henni? Ef það verður sýnt og sannað að það hafi verið raunin, þá eru bara til mörg önnur úrræði þarna úti en það sem hún tók til.

Ég get alveg sagt það að ég vona að hún fái  börnin heim og þau geti búið hérlendis, sýnist hún bara nokkuð fær um það þó ég þekki hana ekki neitt. En hún fór bara vitlaust að þessu og það kemur til með að bitna á börnunum. Og það sem meira er að það gæti bitnað á henni sjálfri.

S. Lúther Gestsson, 11.8.2009 kl. 03:14

7 identicon

Önnur spurning væri,... af hverju vitnaði enginn í stjórnarskránna? Ef bæði börnin og konan eru íslenskir ríkisborgarar, þá á ekki að vera hægt að vísa þeim til bandaríkjanna, eða á neinn hátt að neyða þau til að yfirgefa landið. Undarlegt...

66. gr. [Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt ef hann öðlast með samþykki sínu ríkisfang í öðru ríki. Útlendingi verður aðeins veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvæmt lögum.
Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hverjar sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.

Matti 11.8.2009 kl. 05:09

8 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Já athyglisverð pæling Matti. Kannski eru þau bara öll "bandarísk". Í fréttablaðinu í  dag kemur fram í viðtali við hana að faðirinn sé eingöngu að þessu til að klekkja á henni, honum sé algerlega sama um börnin og hafi ekkert tekið þátt í uppeldi eða kostnaði öll þessi ár.

Vonandi endar þetta bara með að þau fái öll 3 að búa í besta landi í heimi, Íslandi.

S. Lúther Gestsson, 11.8.2009 kl. 12:30

9 identicon

Nefndu mér eitt atriði, þar sem gott er að vera íslendingur?

Þú með allar þínar hugmyndir og vantar að einhver hlusti á þig.  Ég hlusta ! !

j.a. 11.8.2009 kl. 17:11

10 identicon

Sæl öll sömul

 KONAN segir að maðurinn hafi hent sér út á götu. KONAN segir að hann eigi við geðrænvandamál að stríða. KONAN segir að hann hafi ekki reynt að ná neinu sambandi við strákana í þetta eina og hálfa ár sem hann hefur ekki séð þau. KONAN segir að hann geti ekki hugsað um börnin vegna atvinnu sinnar.

Þetta er svolítið mikið af KONAN segir.

 Sjálfur er ég að standa í þessu varðandi barnsmóður mína og hef ég verið sakaður um ýmislegt sem á ekki við nein rök að styðjast, og hef ég ekki fengið að hitta börnin mín í mánuð (og vonandi verður þetta ekki eitt og hálft ár).  Lesið þetta og pælið aðeins í þessu http://www.foreldrajafnretti.is/FileLib/skjalasafn/Foreldrasvipting%20_PAS.pdf

 Málið er að hann er faðir barnana og vill þeim alveg öruggleg allt vel en honum er ekki gefið tækifæri á því. Konan fór frá bandaríkjunum án þess að láta hann vita með strákana og þar með er hún búinn að brjóta á þeim og föðurnum (minna ykkur á að hann er með hálft forræði á móti konuni). Ef þetta hefði verið öfugt mundu þið líta öðruvísi á málið?

 Mæður sem eru að taka börnin frá feðurm er ekki litið jafn alvarlegum augum og feður að taka börnin frá mæðrum!

Alltaf er verið að tala um jafnrétti í þessu þjóðfélagi. Karlar og konur eiga að fá sömu laun, jafnt kynjahlutfall í stjórnunarstöður o.fl. en grunnréttindi fólks eins og t.d. að ala upp börnin sín eru ekki jöfn hjá konum og körlum.

Því miður eftir að hafa lesið þennan dóm get ég ekki fundið samkennd hjá móðurinni og sjálfsögðu er ég als ekki hlutlaus þar sem ég stend í sama leiðindamáli og faðirinn.

Kynnið ykkur endilega þau vandamál sem feður þurfa að glíma við á okkar dögum, það er árið 2009 en ekki 1945 þegar það var vaninn að menn áttu ekkert að skipta sér of mikið af uppeldinu.

Kveðja, ábyrggur góður fóræðislaus faðir.

Ps. Þegar barn fæðist þá er það föðurlaust þegar það kemur í heiminn, ef foreldrar eru ekki skráðir í sambúð, og móðir fær fullt forræði!!!

Hr. sem stendur í álíka veseni 11.8.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband