Sunnudagur, 30.8.2009
Nágrannaslagur.
Nágrannar mínir hafa farið offari síðustu daga vegna hina ýmsu framkvæmda við hús sín. Svo var komið að ég gat ekki setið auðum höndum og horft á dugnað þeirra og eljusemi.
Því var farið inn í þvottahús, fundin vinnugalli, vettlingar og skór með stáltá. Í þessari munderingu var gengið hröðum skrefum inn í bílskúr og rifið út járnkall 3 stk skóflur, hjólbörur og annað smálegt þannig að granni stöðvaði vinnu við sitt hús til að fylgjast með ofsanum sem fylgdi þessu skaki.
Hva.... á bara að fara í stórframkvæmdir? og einhvernveginn fann ég fyrir efa í rödd hans, en það má vera vitleysa í mér.
Ég ætla að girða fyrir framan hús hjá mér sagði ég öruggið uppmálað. En sú skemmtilega tilviljun að granni beint á móti okkur var einmitt að gera hið sama. (Alger tilviljun.)
Í leiðinni fannst mér tilvalið að útbúa sérstakt kerru/tjaldvagnastæði við hliðina á húsinu og útbúa hlið en til þess þurfti að fjarlægja eins og 3 tré.
Granni við hliðina var einmitt að fjarlæga eitt tré um dagin og var hálfann daginn að grafa það upp. En ég snillingurinn kom bara með jeppann að húsinu, batt kaðal um trén og ók eins og greifi í burtu. Fyrir vikið virtist vera að ég væri að grafa fyrir sundlaug svo stórar voru holurnar. Þegar grannar sáu holurnar og trén á víðavangi með ræturnar út um allt og teppuðu umferð hjólastígsins sagði ég þeim að ég hefði verið aðeins um 40 mín að grafa þetta allt upp.
Þetta er bara spurning um verklag, sem ég einmitt virðist hafa í mun ríkari mæli enn grannar mínir tveir. Ég laumaði mér út í garð annars nágrannans þegar hann var kominn örmagna upp í rúm eftir erfiði dagsins og mældi dýpt holunar sem staurarnir eiga að fara í hjá honum, hann gróf 90 cm en ég ætla að sjálfsögðu að gera betur og gref 120cm. Strax í fyrramálið verða 120 cm mínir gerðir opinberir fyrir þeim báðum með öllum tiltækum ráðum. Eina sem setti strik í reikninginn hjá mér að þessi fríhelgi mín breyttist í vinnutörn svo framkvæmdir fara því ekki á eins miklum gríðarhraða og tímaplan sagði upphaflega.
Myndavél heimilisins hefur verið biluð og því afar bagalegt að geta ekki birt myndir af herlegheitunum en það mun breytast afar fljótlega.
Athugasemdir
Þetta er svipað og gerðist hjá vinu mínum sem fór í laxveið og þegar hann var að landa RISA laxi sem slapp (að hans sögn) þegar hann var búinn að losa hann en hrasaði og missti fiskinn sem þar með slapp - ,,Vá þvílík óheppni að ég skildi vera einn og ekkert vitni af þessum stórviðburði
Páll Jóhannesson, 30.8.2009 kl. 15:47
já, já mér reiknast til að þú Páll og nágrannar mínir séu svona á svipuðum aldri. Ég kann að stinga ofaní svona gamalmenni. Mér sýnist að ég verði að sleppa KR leiknum á eftir til að hal......NEI, ég held áfram eftir KR leikinn og vonandi koma myndir inn á morgunn.
Hvernig var það með sólpallasmíðina hjá þér í fyrra Páll...voru ekki einir 9-11 manns við vinnu við þessa 4 fm?
S. Lúther Gestsson, 30.8.2009 kl. 16:58
,,voru ekki einir 9-11 manns við vinnu við þessa 4 fm?" nei, nei við vorum ekki einir við voru a.m.k. 9-11
Páll Jóhannesson, 30.8.2009 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.