Fimmtudagur, 10.9.2009
Þau eru fjölmörg verkefnin þessa dagana.
Það er svo mikið að gera íi að lesa og rífa kjaft á öðrum bloggum að maður má bara ekkert vera að því að uppfæra sitt eigið.
En eins og ég sagði frá um dagin rauk ég út í framkvæmdir við húsið hjá mér og ganga þær ágætlega en eins og sjá má af myndum þá eru engar smá framkvæmdir í gangi. Furðulegt að ég hafi sloppið við umhverfismat.
Eitthvað var bloggvinur minn kær að efast um stærð og umfang framkvæmda en ég læt myndirnar tala sínu máli. Að sjálfsögðu er sonur minn ávallt tilbúinn til aðstoðar og hefur hann heilmikið gaman af.
Ég sá fram á að mig vantaði kerru undir sleðann og hjólið í vetur svo ég ákvað að skoða mig um á kerrumarkaðinum, það er skemmst frá því að sega að ég sat í einni taugahrúfu við eldhúsborðið þegar ég sá og heyrði vermiðann á nýjum kerrum í dag.
Því var önglað saman í efni og vinir og velunnarar látnir taka til í skúrnum hjá sér, einn afbragsgóður vinur var fenginn til að sýna mér hvernig ætti að sjóða, svo var bara hafist handa við að saga,slípa, skera og sjóða.
Útkoman bara nokkuð glæsileg þó ég segi sjálfur frá, allavega er ég hundánægður með gripinn sem kostar ekki einu sinni helming af nýrri kerru í dag og er miklu stærri.
Hér neðst er svo mynd af Birgir Þór og Guðbirni sonum mínum að leggja af stað í hjólreiðatúren, sá eldri var einmitt að halda upp á 15 ára afmælisdaginn sinn fyrir nokkrum dögum. Ef smellt er á myndina 2x þá sést mjög vel að þarna eru tveir yngri Lútherar.
Ef eitthvað er skemmtilegt myndaefni, þá eru það bræðurnir yngstu í baði, eiginlega ætti maður að setja myndband inn með hljóði, en það er varla leggjandi á nokkurn mann. Hér sést einnig afar vel að um tvo litla Lúthera er að ræða. er
Athugasemdir
Skemmtilegt blogg kæri bróðir... þú getur eiginlega ekki neitað að þú eigir þessa drengi. Ég var einmitt að skoða gamlar myndir úr albúmunum frá mömmu og pabba og tók frá nokkra myndir af þér þegar þú varst lítill.. það er svo bara þitt að renna norður til að ná í þær :)
Leyniverkefnið okkar er komið í fullt gang ... bara spennandi....
Sifjan, 10.9.2009 kl. 21:15
Já sæll!!!!!!!!!! hvaða bloggvinur leyfir sér eiginlega að efast um umfang framkvæmdanna? ég á ekki til orð. Þessi kerra er greinilega mikil hagleikssmíð þótt ég átti mig ekki á stærðinni, enda skiptir það víst minnsta máli, eða stærsta málið (stærðin skiptir víst ekki öllu), en greinilegt að framundan eru spennandi tímar hjá ykkur.
Páll Jóhannesson, 12.9.2009 kl. 13:44
Gaman að sjá þessar skemmtilegu myndir af drengjunum.Kv úr Sólinni á Ak Svava
Svava og co 13.9.2009 kl. 20:42
Já Páll, maður á ekki að láta þessa Akureyringa æsa sig upp.
Kerran er enn eitt dæmið um hversu mikill og miskilinn hönnuður ég er. Hún er alla vega nógu stór, stærðin skiptir máli þegar sótakassinn er stór.
Annars hafði frúin mín á orði að ég hefði aldrei hugað að svona góðri kerru fyrir börnin mín. Það er ekki sama hvað á að geyma í kerrunni
Flott systir að leyniverkefnið sé komið í gang, mér var hugsað til hversu langt það er síðan við áttum leyndarmál saman
S. Lúther Gestsson, 13.9.2009 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.