Afmælisveisla.

Yngsti fjöldskyldumeðlimurinn hélt upp á 1 árs afmælið sitt um helgina. Það er með ólíkindum hvað tíminn flýfur hratt, man það eins og í gær þegar ég tók á móti honum fyrir ári síðan.

Það er óhætt að sega að manni finnist hann þroskast á ógnarhraða, þó hann sé ekki byrjaðurað ganga einsamall er ekki langt í það. Hann tekur 100m skriðgöngu á ótrulegum góðum tíma.

Um helgina hefur mér verið mikið hugsað til þess hvað ég er búinn að vera lánsamur að hafa átt kost á því að hafa  fylgt öllum börnunum mínum fjórum eftir og ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það er ekkert sjálfsagt að eignast 4 börn sem öll eru fullhraust og heilbrigð. Það er bara guðsgjöf sem maður má aldrei gleyma að þakka fyrir.

Afmælisbarnið tók á móti gestum með bros á vör og lék á alls oddi.

myndir_ma_-j_n_2009_023.jpgmyndir_ma_-j_n_2009_034.jpgmyndir_ma_-j_n_2009_037.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Til hamingju með áfangann. Þetta er laukrétt hjá þér að maður eigi að vera þakklátur og kunna þakka fyrir það að börnin manns eru heilbrigð. Vinur minn sagði eitt sinn við mig  ,,ég þori ekki annað en að vera góður við mín börn það eru jú þau sem koma til með að ákveða hvaða elliheimili við förum á....." Já það er mikið til í þessu.

Góðar stundir. 

Páll Jóhannesson, 13.9.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband