Frábær norðurferð.

Ég skrapp með konunni norður til Akureyrar um helgina og með aðstoð góðra ættingja konunnar fengum við að fara 2 ein. Tvö ein, það hefur ekki gerst mjög lengi að við höfum fengið heila helgi tvö ein.

Helgin var því nýtt til hins ítrasta til að slappa af og hlaða batteríin. fengum okkur göngutúra, skruppum í sund og eyddum tíma með elskulegum systrum mínum sem voru bara með skemmtilegra mórti, he,he.

Mér fannst frábært hvernig kaupmenn taka á móti okkur körlunum meðan konan verslar. Konan skrapp nefnilega inn í fataverslun og þegar ég var búinn að sitja stilltur og góður í sófa í verslunninni kom til mín kona með konfekt og bauð mér.

Einnig rákumst við inn í Hólabúðina í miðbænum og þar fékk konan snaffs. Hvaða er þetta með Akureyska kaupmenn.

 

Ég skrapp á leiði foreldra minna sem létust fyrir ekki svo löngu og nú held ég að Pabbi minn brosi breitt, ég nefnilega flaggaði hans megin á leiðinu.

myndir_ma_-j_n_2009_013_927185.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband