Fimmtudagur, 17.12.2009
Veiðimaðurinn.
Gulli vinur minn bauð mér með í smá skreppitúr á trillunni sinni eftir að hann var búinn að taka hana alla í gegn. Rennt var úr höfn í Hafnarfirði í gærdag í brakandi blíðu og rennisléttum sjó.
það verður nú að segast alveg eins og er að það er greinilegt að undirritaður hefur engu gleymt þegar kemur að því að draga fisk úr sjó. En það skal tekið fram strax að miklum afla var sleppt og sumir sem sluppu voru það stórir að mér sýndist í öllum látunum allavega vera einhverjir 70cm milli augnanna á þeim flestum.
Frábær skemmtun og það er alveg á hreinu að ég reyni að grípa tækifærið aftur og hoppa um borð þegar færi gefst, það verður einhver að kenna þessum trillukörlum handtökin.
Ég tók myndir af þessum aflabrögðum en er í einhverju smá vanda að fá þær til að tolla inni á síðunn, ég set þær þó inn um leið og ég get.
Athugasemdir
Mikið svakalega gleður það mitt auma hjarta Lúddi minn að þú skulir hafa haft rafmagnsrúllu til að draga þessa stóru drellana inn. Annars sá ég þig fyrir mér í þvermóðskukasti halda enn í helv..... sjóstöngina löngu druknaður en skælbrosandi að vanda................
Vignir Arnarson, 20.12.2009 kl. 11:20
Hér á þessum bænum vitum við ekki hvað rúllur eru. Allur afli er dreginn upp með handaflinu einu saman.
S. Lúther Gestsson, 20.12.2009 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.