Smá getraun.

Hvar er þessi skáli staðsettur?

Ég hef sofið þarna eina nótt og þó ekki sé hann kannski beint vistlegur, að sjá þá fór afskaplega vel um mann.

Það var meira að sega um hávetur .

thjofadalir.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þjófadal ?

Páll Jóhannesson, 24.12.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Hárétt hjá þér Páll.

Hefurðu komið þangað?

S. Lúther Gestsson, 25.12.2009 kl. 12:26

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll og Gleðileg jól. Júbb ég hef komið þarna fallegt eins og svo  víða á hálendinu okkar.

Páll Jóhannesson, 25.12.2009 kl. 12:52

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Gleðileg jól

vitið þið hvenær hann var settur upp þarna ?

Jón Snæbjörnsson, 28.12.2009 kl. 10:42

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Sælir strákar.

Ég held hann hafi verið byggður þarna á staðnum um 1940. Hann er og hefur ætíð verið í eigu Ferðafélags Íslands. Þarna skammt frá liggur gamall reiðvegur og ætli húsið hafi ekki verið reist í sambandi við að þjónusta reiðmenn sem voru við smölun á þeim tíma.

S. Lúther Gestsson, 28.12.2009 kl. 11:19

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þess má einnig geta að nú er búið að loka öllum leiðum fyrir akandi umferð að honum vegna lanfgræsðluverkefnis og þarf maður að ganga 1,5 km til að komast að honum.

S. Lúther Gestsson, 28.12.2009 kl. 11:22

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk Lúther - þarna í kring var oft tjaldað í den en eins og þú segir var þessu svæði lokað umferð bíla og farartækja fyrir allmörgum árum

Jón Snæbjörnsson, 28.12.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband