DETTI NÚ ALLAR DAUÐAR LÝS ÚR HÖFÐI MÍNU.

Ég hef oft velt mér upp úr kúluleik sem kallast golf, vill síður kalla þetta íþrótt. Enn þar sem félagar mínir hafa verið all harkalegir í aðgerðum til að fá mig á golfvöllinn ákvað ég að leggjast af fullri alvöru til að kynna mér þennan leik.

Til að  sýna öllum að mér var full alvara með að gerast golfari byrjaði ég á að  fjárfesta í Gólfblaðinu, enn það á víst að vera ofsalega flott tímarit um þessa ágætu íþrótt (kúluleik) og aðeins fyrir þá bestu.

Eftir aðeins um 3 mínutna lestur fóru strax að renna á mig 4 grímur, eftir um 5 og 1/2 mínutu fannst mér tímabært að fara í bókabúðina og skila tímaritinu. Lenti að vísu í um 15 mínutna þrefi við afgreiðslumannin um kauparétt og skilarétt.

En það sem við mér blasti eftir þennan stutta lestur var eftirfarandi:

Viðtal við Einhvern Ólaf Þór sem er búinn að æfa gólf í yfir 25 ár of segir að geta sín sé ennþá ekki nógu góð. (Það er bara of langur tími í ekki neitt fyrir mig)

Allir segast fá sér áfengan drykk á 18 holu. (ekki koma allir gangandi á völlinn?)

Það tekur lungann úr deginum að spila einn leik. (fokking einn leik).

Svo finnst mér svakalega dulafullt hvað öll golfblöð eru duglega að minna á MINNISTÖFLUR, HJARTASTUÐTÆKI, VERKJASTILLANDI OG KÆLISPREY. 

Fyrir utan hvað áfengisframleiðendum finnst þetta mikilvægur hópur til að auglýsa vörur sínar fyrir.

 

Nei ég get sagt ykkur það í fullri einlægni og þetta er ekki minnimáttarkennd, mér langar alls ekki til að gerast svona golfari. Held ég finni mér einhverja íþrótt til að dunda mér að í í ellinni. Júní 2008 146

 Júní 2008 149Júní 2008 150Júní 2008 147

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha,ha,ha. Hverju hefurðu ekki húmor fyrir. Skemmtileg bloggsíða hjá þér. Kem aftur.

Stefán Karl 12.7.2008 kl. 02:03

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Winston Churshill sagði eitt sinn ,,Golf er heimskuleg íþrótt í fyrsta lagi nota menn allt of litla kúlu/bolta og reyna kom henni ofan í allt of litla holu og nota til þess allt of litla kylfu, svo eyðileggja menn góðan göngutúr með því að dröslast með járnadrasl á bakinu".

Páll Jóhannesson, 12.7.2008 kl. 11:46

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Hrikalega leiðinlegt hvað ungt fólk er farið að ánetjast þessum göngutúrum gamla fólksins, þetta er ungt fólk í blóma lífsins sem gæti verið að ná árangri í knattspyrnu.

S. Lúther Gestsson, 12.7.2008 kl. 21:22

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Golf Good walk spoiled! Alveg burtséð frá fatnaðinum, sem er kapituli út af fyrir sig.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.7.2008 kl. 23:11

5 identicon

Það jafnast sennilega fátt á við að taka leigubíl með koníaksflösku,hjartastuðtækið og viagratöflur í farteskinu og fara í Golf útí guðsgrænni náttúrunni.

Glanni 15.7.2008 kl. 10:45

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Nei,nei svo er til "sprellgólf" á Akranesi, þá er spilað á sprellanum í kvöldsólinni.  það var eiginlega það sem heillaði mig.

S. Lúther Gestsson, 15.7.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband