Tekið af fótbolta.net

Mourinho: Held að þetta verði ár Liverpool

Mynd: NordicPhotos

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter Milan og fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea segir að Liverpool geti gert alvarlega atlögu að titilbaráttu þetta tímabilið.

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool hefur verið með liðið í rúm fjögur ár núna og segir Mourinho að Benitez hljóti að vita veikleika liðsins og hafi náð að laga þá.

,,Það er kominn tími fyrir Liverpool að gera eitthvað í úrvalsdeildinni. Ég held að þetta gæti orðið ár Liverpool," sagði Mourinho.

,,Rafa Benitez kom til Englands á sama tíma og ég og er að hefja sitt fimmta tímabil hjá félaginu. Hópurinn samanstendur enn af sömu leikmönnum og síðustu fjögur ár."

,,Veikleikar liðsins hljóta að hafa verið ugggötvaðir og reynt hefur verið að laga þá."

,,Það er ómögulegt að vinna deild án þess að hafa heimsklassa markmann og heimsklassa framherja. Liverpool hefur bæði. Fyrir síðasta tímabil þegar að Liverpool keypti Fernando Torres varð kjarni liðsins fullkominn, Pepe Reina, Jamie Carragher, Steven Gerrard og Torres."

 

ÞETTA HELD ÉG AÐ SÉ RÉTT HJÁ HONUM. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband