Mannleg mistök hjá kennurum.

Ég man eftir allavega einu tilfelli þar sem ég kom með einkunnir heim þar sem ég var í sveit. Ég skilaði þeim ekki af mér fyrr en ég var búinn að yfirfara bókina hjá umsjónarkennaranum.

Ég var ekki búinn að lesa lengi yfir þegar ég sá að kennarinn hafði gert nokkur mistök, ég var náttúrulega ekkert að trufla hann yfir því og leiðrétti tölurnar.

Einhvern veginn fannst mér það ekkert grunsamlegt þó það væri búið að skrifa yfir sumar tölurnar, man nú ekki afsökunina sem ég gaf út af hverju bókin væri svona sjúskuð, en það hefur örugglega verið eitthvað afskaplega trúlegt sem lak úr munnvikunum hjá mér.


mbl.is Frekar mannrán en lélegar einkunnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband