Hjólað í snjókomu.

Eftir hádegi í gær fengum við 3 félagarnir þá hugmynd að viðra okkur aðeins og bregða okkur aðeins á fjöll, ekki var veðurspá beint hliðholl en eftir að vera búnir að sannfæra hvorn annan um að við þyrftum nauðsynlega að skipta aðeins um umhverfi og komast aðeins frá erlinum síðustu daga ákváðum við að skella okkur í smá hjólatúr.

Einhvernveginn fannst okkur veðurguðirnir vera hjartanlega sammála okkur í byrjun ferðar því bjart var yfir og ágætis veður á okkar slóðum. En það er stundum svo að þegar gaman er þá er erfitt að hætta, það var ekki fyrr en að við keyrðum inn í snjókomu og haglél að við sáum að við yrðum að koma okkur til byggða sem næst núna strax eins og einn okkar orðaði það.

En að baki okkur var allt orðið hvítt og fjúgandi hált og afar erfitt að komast yfir á fararskjótum okkar.

Skemmst er frá því að sega að hjólið hjá mér lét eitthvað ílla að stjórn í einni brekkunni og endaði ég utanvega með draslið yfir mig. Þetta kostaði það að ég lá heima í allt gærkveldi ílla kvalin á ökla.

Dagurinn í dag fór svo að stórum hluta til í skoðanir, læknaviðtal ásamt myndatökum.

Búast má við að ég geti byrjað að beita mér eðlilega ogg fara að stíga almennilega í fótinn eftir 7-10 daga.

Ég reikna fastlega með að ég noti framvegis bara vélsleðann eða jeppann á fjöllum þegar snjór er.

Læt fylgja mynd með sem tekin var í byrjun ferðar meðan allt var svo æðislegt.

myndir_ma_-j_n_2009_003_915785.jpg_002_915793.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er ekki aldurstakmark á svona tæki

Jón Snæbjörnsson, 29.9.2009 kl. 13:51

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Rólegur karlinn.

Þetta er bara fyrir alvöru karlmenni.

S. Lúther Gestsson, 29.9.2009 kl. 17:26

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

konan segir þetta líka

Jón Snæbjörnsson, 30.9.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband