Miðvikudagur, 4.7.2007
Keflvíkingar
Þið urðuð ykkur til skammar á knattspyrnuvellinum í kvöld allir sem einn. Af hverju voruð þið að reyna að fótbrjóta Bjarna Þórðar í tæklingum, af hverju fóruð þið ekki bara til hans og spörkuðuð hann niður, það hefði verið hreinlegra.
Dómarinn átti bara að mínu viti að flauta leikinn af eftir mark Bjarna og dæma ÍA sigur 10-0
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 29.6.2007
Aðstoð á hálendinu
Þetta er flott framtak og hefur sýnt sig að mikil þörf er á Björgunarsveitum á hálendinu. Ég hvet ferðamenn sem ætla að ferðast um hálendið í sumar að kynna sér staðsetningu sveitanna vel og hvernig hægt er að ná í þær.
Þær upplýsingar ættu ferðamenn að vera með á aðgengilegum stað í bílnum því það getur skipt sköpum. Það er síður en svo hættulaust að vera á hálendinu þó svo menn séu á vel út búnum bílum.
Lúther
![]() |
Björgunarsveitir á hálendinu í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 26.6.2007
Súlu um súlu frá súlu til súlu
Er einhverjum hérna sem er alveg skelfilega létt og finnur sá hinn sami(a) áhyggjurnar hreinlega leysast upp yfir því að súludans sé bannaður?
Ég ætla að leyfa mér þá skoðun að allavega 80% landsmanna sé hreinlega alveg sama hvort súludans sé stundaður eða ekki.
Ok, ég skal viðurkenna það strax að ég hef ásamt félögum mínum komið inn á svokallaðann súlustað, Enn það er líka alveg heilagur sannleikur að engum okkar fannst þetta eitthvað geggjað, og eiginlega var það þannig að næst þegar við fórum út á lífið þá minntist enginn okkar vinana að fara í Kópavoginn. Þarna inni var að okkar mati úrelt partý og við vitum um afskaplega marga staði þar sem við skemmtum okkur betur, t.d Keiluhöllin.
En er þetta einhver þjóðaróþrifnaður sem við verðum að losna við? Ég allavega veit um meiri óþrifnað sem við verðum að losna við.
Lúther
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 25.6.2007
Hverjir eiga hugmyndir að tónlistarviðburðum?
Hef verið að velta því fyrir mér með þessa tónlistarviðburði sem spretta framm og svona yfirleit með hækkandi sól. Raggi Bjarna og Bó ætla að syngja dúett, Megas með endurkomu, hinir og þessir að koma framm aftur. Eru þetta hugmyndir listamannanna sjálfra eða eru þetta hugmyndir plötuútgefanda?
Eru þessir svokallaðir umboðsmenn og útgefendur sem sjá kannski einhverja gróðaafkomu af svona tónlistarviðburðum? eða hringir bara Raggi Bjarna í Bó og segir: Heyrðu kallinn eigum við ekki að athuga hvort við getum sungið saman?
Lúther
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 31.5.2007
Gróttan
Ég fór í göngu út í Gróttu í kvöld, þetta er bara snilldarstaður til að dreifa huganum, gargandi kríur, sjávarloft, brimsöngur, álfarhjón með unga sína, Þari sem skítur út skóna, skeljatínsla, alvöru sólarlag, flott fjallasýn sem sagt geðveikt flott, skora á ykkur að þramma um svæðið á svona kvöldum.
Eitt fékk mig þó til að stansa í dágóða stund og hugsa. Ég sá nefnilega skilti sem á stóð öll umferð bönnuð um kríuvarpið og að vitanum, nei, nei auðvitað var fólk að hjóla og hlaupa um kríuvarpið. Á einum stað stóð á skilti: Öll umferð hunda bönnuð, enn nei, nei auðvitað sleppti bara fólk hundunum sínum og leyfði þeim að hlaupa um og djöflast í fuglavarpinu. Svo stóð annarstðar að öll umferð faratækja væri bönnuð , enn jú,jú auðvitað fannst fólki ekki fjórhjól vera farartæki.
Af hverju er fólk haldið slíkri eyðilegingar áráttu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 30.5.2007
Hryllilegur vorboði
Eitt að fyrstu vorverkunum sem maður gerir er að græja fellihýsið fyrir sumarið, er reyndar kominn með stórt hjólhýsi sem ég ætla að rúnta um með í eftirdragi í sumar. Því var spenningurinn mikill og lagt örlítið fyrr á stað enn venjuleg sumur.
Ég var rétt kominn upp að Litlu kaffistofu þegar hryllingurinn rifjaðist upp, ég var allt í einu fastur í einhverri umferðarteppu, fyrir framan mig var vorboðinn leiðinlegi mættur á þjóðveginn, nefnilega húsbílarnir.
Ég þoli ekki þessa húsbíla, þeir sniglast um á allt of litlum hraða, reyndar stórhættulegum hraða nefnilega 60-70 svo er það eitthvað með þessa gömlu kalla sem eru venjulega á einhverjum eldgömlum bens kálfum að þeir þurfa að hópa sig saman og mynda hryllilega ljóta röð. það er eins og þeim finnist rosalega töf að keyra þessa gömlu ryðdalla ofurhægt allir í röð. Þeir fatta nefnilega ekki hvað þeir eru stórhættulegir og yfirnátturulega hallærislegir.
Svo þegar maður er búinn að velja sér tjaldsvæði og sestur í hægindastólinn sinn og nýtur sólarlagsins, sprettur maður á fætur með hryllingi.
Þessir gömlu kallar eru mættir út á tún með ýstruna lafandi niður fyrir buxnastrenginn í gömlu köflóttu vinnuskyrtunum og nú á að spila á harmonikku og það fleiri enn eina og fleiri enn tvær.
Guð minn góður, íllur fnykur læðist út um ryðgaðar hurðir húsbílana sem neyðir mann til að skríða á 4 fótum inn í hjólhýsið sitt og setja einhverja skemmtilega DVD mynd í tækið og loka öllum gluggum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 23.5.2007
Styrktaraðilar bloggsins.
Margir kvarta sáran yfir því að einhverjir útvaldir bloggarar hafi fengið styrktaraðila á blog sín. Þessi styrkataðili hefur valið þá út sem mest eru lesnir og þar af leiðandi vinsælastir, enn hverjir eru vinsælastir? Jú yfirleitt þeir sem ekki skrifa um stjórnmál, þetta eru blogginn sem mest eru lesinn.
Eigum við nokkuð að vera að amast út í þetta? Það sem mest er lesið er vinsælt, ég held að margir hafi fengið nóg af pælingum um stjórnmál og vilja eyða einhverjum frítíma sínum í að lesa eitthvað skemmtilegt, eitthvað öðruvísi.
Ef fólk hefur endalausan áhuga á að lesa um stjórnmál þá er hver einasti fjölmiðill fullur af þeim.
Það er verið að veita einhverjum bloggurum ákveðna viðurkenningu fyrir skrif sín, er það ekki bara gott mál?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 20.5.2007
Treystum við Ingibjörgu?
Á Visi.is má sjá frétt um hræðslu við að Ingibjörg Sólrún muni sprengja Ríkistjórnina í loft upp á miðju kjörtímabili.
Hérna krakkar mínir var Samfylgingin ekki stofnuð á sínum tíma eingöngu til höfuðs Sjálfstæðisflokknum? Hefur ekki Samfylgingin ekki alltaf sagt að það sé sjálfstæðisflokkurinn sem sé vondi flokkurinn undanfarinn 12 ár ekki Framsókn.
þetta hjónaband sem er í uppsiglingu á Þingvöllum er eins og kjaftakellingarnar sega um hin ýmsu brúðkaup, bara pappírsbrúðkaup. Þetta fólk á ekki samleið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 20.5.2007
Grænt, Blátt, Rautt eða Bleikt
Er fólkið í Íslanshreyfingunni meiri umhverfissinnar enn fólkið í Vinstri grænum? Hefðu Ómar og hans fólk getað kennt Framsóknarmönnum eitthvað um umhverfismál?
Eftir þessar miklu kosningar og dramatík sem þeim fylgdi finnst mér rödd Íslandshreyfingarinnar hafa þagnað, höfðu þeir kannski ekkert meir að bjóða enn að stöðva virkjanaframkvæmdir og friða ca 90% landsins.
Lítið fannst mér þetta góða fólk í Íslandshreyfingunni tala um heilbrigðismál, atvinnumál, menntamál. Sölumaður hjá Bílaumboði verður að benda kúnnanum á eitthvað meir enn að bíllinn sé búinn ABS bremsukerfi þó það sé góður kostur.
Nú þegar Framsókn og Vinstri grænir munu taka sér stöðu í ræðupúlti alþingis í stjórnarandstæðu grunar mig að þeir munu fylgjast með fleiru enn stórvirkum vinnuvélum á hálendi íslands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 20.5.2007
Árstíðarskipti.
Ég er ekki einn af þeim sem fagnar því að veturinn sé loks á enda, það þýðir að snjórinn sé að bráðna og hálendisferðum einfaldlega lokið þennan veturinn. Enn ok ég ferðast samt mikið um hálendi að sumarlagi og kem til með að verða mikið á ferðinni í sumar, enn einhvernveginn finnst manni komið smá tómarúm og allt of langt í næsta vetur.
Talandi um þennan vetur sem ég er að kveinka mér yfir að sé búinn, nokkuð góður allavega margar afar skemmtilegar ferðir, kom nokkuð vel undan skemmdum á bílnum. Já ég er sáttur, allir mínir ferðafélagar í Trúðagenginu Takk, Takk. við erum flottust.
Bíð eftir nýjum 46" USA trukk sem stendur til að víga um næstu helgi, þá fyrst fer kannski allt að brotna:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)