SVÍNAFLENSA ?

Ég er farinn að taka eftir nýjum hlutum í fari mínu, hlutum sem einhvernvegin virtust koma af sjálfu sér.

Ég til að mynda hlusta eingöngu orðið á Bylgjuna í bílnum og vinnunni, einnig hef ég uppgvötvað marga skemmtilega þætti á Rás 2.  Já Rás 2 gott fólk.

Yfirleitt þegar ég er á bensínstöð kem ég gangandi út með heitann kaffibolla og dagblað undir hendinni, vinnudagurinn minn byrjar yfirleitt orðið alltaf að ég sest niður sötra kaffið mitt meðan ég les yfir Moggann.

Mér finnst þættirnir hjá Gísla Einarss "Út og suður" afspyrnu góðir, þar heimsækir hann sveitina og talar við fólk sem talar íslensku. Einnig er þátturinn "Öldin sem leið" mikil skemmtun og fróðleg.

Samt hélt ég að mér væri öllum lokið fyrir stuttu þegar mig langaði að keyra aðeins um, einn í bílnum og fá smá frið. Ég allt í einu var kominn á Gróttu og horfði á fuglalífið og út á hafið, dauðlangaði að labba að vitanum en hafði ekki tíma.

Yfirleitt fæ ég margar símhringingar frá félögunum um að kíkja á kaffihús eftir vinnu og jafnvel taka í einn pool. En hugsunin um að komast bara heim og slappa af með kaffið í sófanum, hlusta á frúna lýsa deginum, fletta sjónvarpsrásunum er orðinn öllum kaffihúsum yfirsterkari. Ef ég rata út þá fer ég yfirleitt ekki lengra en inn í bílskúr að dunda mér eitthvað.

Svo er það nú kannski það hættulegasta í þessu og það er það að ég hef verið að taka eftir því að þegar fréttir eru búnar á stöð 2 þá verð ég að skipta yfir á Rúv fréttir.

"Bíddu bara þangað til þú ferð að stunda heitapottana í sundlaugunum og kjafta við gömlu kallanna um stjórnmál og atvinnulífið í landinu" sagði einn vinur minn við mig um helgina.

Enn....Nei andskotinn þessi pest leiðir mann varla á svo lágt plan?

Annars væri það kannski bara gaman.


Hlustum á hvert orð þeirra, þetta eru gullmolar.

Eldri sonur minn 3ára horfði á mig í gær þar sem hann lá upp í sófa og segir svo allt í einu algerlega upp úr þurru, Pabbi mörgæs. Hvað segirðu? hvað kallarðu mig? Hann lítur á mig hlægandi og segir svo að mamma sín hafi sagt þetta þegar hún sá mig ganga út úr verslun fyrr um daginn. 

Sjáiði pabba ykkar hann er svo útskeifur að hann gengur eins og Mörgæs sagði hún.

Eitthvað var frúin snúin þegar ég bar þetta upp á hana. Sagði þatta allt saman byggt á misskilningi.

Já það er víst betra að sega ekki of mikið þegar lítil eyru hlusta.

 

Við Guðbjörn Smári sonur minn, sá 3 ára vorum í garðinum að skjóta bolta létt á milli okkar þegar bróðir hans 11 mánaða kemur skríðandi eftir grasinu og fær boltann létt í hausinn.

Ekki skjóta boltanum í hausinn á bróður þínum, þar liggja mörkin segi ég við þann eldri. Hann snýr sér við og spyr: Hvað segirðu, er hann markið?

Svo datt hann á stéttina þegar hann var að ganga með móður sinni út í bíl, mamman hafði dálitlar áhyggjur að nú kæmi grátur sem framleiddu heimsins stæðstu tár, en stendur ekki guttinn upp slær sér á lær og segir: Mamma þetta er í lagi, ég er KR-ingur.

Hvaðan fékk hann þetta????


Rétta taktíkin.

Það þarf engar stórstjörnur með svipuð mánaðarlaun og fjárlagahalli  íslenska ríkisins til að ná árangri. Við verðum í topp 3 slagnum með rétt yfir meðallagi góða leikmenn.
mbl.is Liverpool nær samkomulagi við Kyrgiakos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get voða lítið sagt um þetta, eiginlega bara orðlaus.

Ég fékk símhringingu upp í stúku í hálfleik og varð að sleppa að horfa á seinni hálfleik og  Það þarf anskoti mikið til að ég yfirgefi KR stúkuna í hálfleik.

Mér fannst framistaðan í fyrri hálfleik þannig að ég hafði litlar áhyggjur af þessu, við vorum miklu betra lið og áttum fjölmörg dauðafæri.

En þegar ég hlustaði á Bjarna Fel lýsa upphafsmínútum seinni hálfleiks 0-2 og svo 2-2, já ég er viss um að þeir sem sáu mig í umferðinni á þessum tíma eru enn að tala um það.

Mér bara grunaði ekki að það skipti liðinu svo miklu máli að hafa mig í stúkunni, man það bara næst að slökkva á símanum:)

 


mbl.is Ingimundur: Finnst við geta unnið alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG SÉ LJÓSIÐ..

Það er KR leikur á Mánudaginn.
mbl.is „Góð lending fyrir Ísland“
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Ég skil ekki hvert er stefnt?

Ég hef svo sem aldrei legið á skoðunum mínum þegar kemur að knattspyrnu og nú ætla ég að gera alveg nýtt.

Ég ætla að giska á úrslit þessa leiks. Ég ætla þó ekki að koma með lokatölur,  en samkvæmt þessu liði þá getur nákvæmlega ekkert komið í veg fyrir að við töpum þessum leik.

Þetta val á landsliðshópnum er fáránlegt og .......Æjii ég nenni ekki að pirra mig á þessu hérna.

 

 


mbl.is Byrjunarlið Íslands gegn Slóvakíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki einhver að gleyma einhverju?

Mig langar að vita nokkur atriði.

1. Hvers vegna fór hún frá USA án þess að fá samþykki föðurs?

2. Hvers vegna hefur faðirinn ekki fengið að sjá börnin sín í tæp 2 ár?

3. Langar börnunum ekkert að fá að umgangast föður sinn?

Þessi frétt er sett svoleiðis upp að hún hafi bara óvart lent á íslandi og bara ekkert heyrt í föðurnum í tæp 2 ár, svo bara allt í einu þá bara krefst faðirinn að fá að sjá börnin og vill að hún komi þeim til hans. En hún bara getur ekki sett börnin til hans og á ekki pening til að lifa. Samt vill bara pabbinn fá að sjá börnin. Þetta er náttúrulega bara  helber dónaskapur í honum er það ekki?

Eigum við bara ekki að fá að vita alla söguna og nr. 1 að fá að heyra kannski hlið föðursins á þessu?

Þá fáum við kannski að vita hver er brotlegur og hver ber ábyrgðina.

 

 


mbl.is Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggvi G. setti íslandsmet í grátköstum.

Já langt síðan maður hefur litið þennan heimavöll fh inga augum. En inná milli byggingarkrana, stillansa og naglaspýtna var boðið uppá hina bestu skemmtun.

Fyrst hélt maður að maður hefði eitthvað ruglast þegar gengið var inn um ganga Kaplakrika í leit að stúkunni. Ég byrjaði á að leita mér að öryggishjálm og vasaljósi. Ég held að arkitektin af þessu ætti að fara að líta við og athuga hvort örugglega sé verið að smíða samkvæmt teikningum ennþá.

En eins og gefur að skilja og margbúið er að ræða um í betri fjölmiðlum landsins þá unnu KR sannfærandi sigur.

Ég verð þó að hrósa Tryggva Guðmundssyni leikmanni fh fyrir frábæra sýningu. Að maðurinn hafi enn þrek til að elta dómarann í heilar 36 mínutur,  skæla eins og ungabarn og röfla eins og aldraður herramaður var bara aðdáunarvert. Þetta sér maður bara ekki hjá einum einasta leikmanni úrvaldeildarinnar. Hann virtist bara algerlega óþreytandi, þar til kom að því að fara að spila knattspyrnu, en sem betur fer þá var alltaf stutt í línuvörð sem hann gat hallað sér uppað.

Þetta verður kannski kastgrein á næsta landsmóti u.m.f.í. og kallast grátköst.

Einnig gátum við félagarnir ekki annað en talað um þennan byggingarstíl sem fh ingar hafa kallað stúkusmíði, leitinn að öðru eins samansafni af ryðguðu járnadrasli sem svo heldur ekki vatni né vindi og í raun varla mannskap  er örugglega eingöngu til í Hafnarfirði.

Ég spurði starfsmann fh í leikhléi hvað þetta væru margar byggingar á svæðinu og hann sagðist ekki hafa hugmynd um það. Enn nóg af kaplakrika sem margir kalla (handarkrika)vegna lyktarinnar sem umlikur svæðið.

Eitthvað hefur stuðningsmannalið þeirra gaflara skilað sér ílla úr gleðigöngunni um helgina fyrir utan 10 hræður sem börðu trommur í takt við stuðningsmenn KR inga, aldrei séð svona flotta samvinnu tveggja stuðningshópa í sama leiknum.

Eitt mega þó önnur lið taka sér til fyrirmyndar og það eru salenismálin í handarkrika, mjög jákvætt að sjá gámana til að minnka biðraðir fólks á saleni t.d þeirra sem eru með yngri börn með sér.

 


mbl.is Langþráður sigur KR-inga á FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstarf við stórveldið KR?

Ég hefði viljað sjá samstarf hjá KR og Crewe. Það myndi henta báðum liðum gríðarlega vel til að halda mönnum í leikformi.

Nú til að mynda verður 3 deildin úti varla hálfnuð þegar tímabilið hér heima verður búið. Get til að mynda ekki séð að það hefði verið verra fyrir 3-4 leikmenn Crewe að vera að spila með KR í UEFA keppninni.


mbl.is Kreppan bítur einnig í Crewe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við megum ekki einu sinni knúsa hvort annað.

Ég veit ekki með ykkur en ég eiginlega skil ekki þessa umræðu sem hefur verið áberandi undafarið að við íslendingar eigum að standa saman í þessu öllu sem dynur yfir okkur þessa dagana.

Hvernig getum við íslendingar staðið saman í þessu öllu þannig að það þjappi okkur saman eins og það er orðað?

Hvað þýðir það nákvæmlega að standa saman og hvað má ganga langt í því? Hvað gerist ef fólk stendur allt saman, jú þá myndast einhver ákveðin samheldni sem getur flutt heilu þorpin og fjöllin á bak og burt.

Síðast þegar mjög stór hópur hérlendis ákvað að standa saman og koma einhverju góðu af stað þá var heilli ríkistjórn sópað burt, menn reknir, ráðnir, og kallaðir öllum íllum nöfnum. En það var bara eingöngu vegna þess að ástandið var orðið þannig að við urðum bara að standa saman.

Hvað gerði þetta svo fyrir okkur öll?

Það lætur ekki nokkur heilvita maður sjá sig á Austurvelli í  dag,  því þá gæti einhver haldið að hann væri að mótmæ...... nei ég meina sýna samkennd.

Nú situr fólk bara á nálægðum kaffihúsum og skýlir sig á bak við sólgleraugun meðan það gjóar augunum skömmustulega yfir Austurvöllin.

Þýðir þetta kannski bara að ég eigi að banka upp á hjá granna, berja hann í öxlina meðan ég hleyp í fangið á konunni hans og sega að við séum í þessu saman og ekkert helvítis væl. Nei ætli hann léti ekki ná í mig í hvelli.

Ég man vel að ekki fyrir svo mjög löngu síðan birtust unglingar inn í verslunarmiðstöð hér í Reykjavík og buðu hverjum sem vildu upp á ókeypis faðmlag, ástandið var orðið þannig að nú skyldum við öll knúsa hvort annað. Enn nei, nei þá voru öryggisverðir sendir á staðin og fólkið rekið út. Það var svo mikil hætta á að þeir gætu stolið af fólki var sagt.

Gunnar í krossinum sagði að þetta væri allt vilji Guðs því hann væri svo vondur út í hvernig við hefðum hagað okkur á góðæristímum. Þess vegna brann líka Valhöll.

Ég hef fengið að kynnast mínum Guði aðeins aftur síðustu mánuði eftir að mér sinnaðist aðeins við hann og minn Guð kveikir ekki í húsum fólks af því að það sagði eða gerði eitthvað rangt.

Enn af hverju er þá Guð ekki búinn að redda þessum Icesave reikning fyrir okkur fyrst hann er að splundra þjóðinni? Skyldi einhver vera búinn að sýna honum hann?

Enn við getum allavega glaðst yfir því að það er stutt í næsta KR leik. 


mbl.is Átak til kynningar á málstað Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband