Þriðjudagur, 10.7.2007
Stórleikur.
Nú í kvöld er leikur í 16 liða úrslitum Visa bikarsins. Stæðsti leikur kvöldsins er að mínu mati leikur KR og Vals á KR vellinum. Stórleikur kunna margir að spyrja? þarna eru að spila liðin sem eru í toppbaráttu Landsbankadeildarinnar og svo KR sem situr eins og er í fallsæti.
Enn Bikarleikur er allt öðruvísi enn deildarleikur, hér eru KR ingar úr leik í bikarnum ef þeir tapa fyrir Valsmönnum, það er bara ekki í boði í Vestubænum. Auðvitað er full ástæða fyrir Kr inga að mæta til leiks með fulla virðingu fyrir Valsmönnum.
Ég er bjartsýnn á að leikur KR inga fari að batna, hann er búinn að taka heilmiklum bata. Við höfum náð að halda boltanum meira innan liðsins og boltinn er farinn að rúlla með jörðinni í lappirnar á leikmönnum. Við erum orðnir miklu hættulegri í föstum leikatriðum og eru menn farnir að setja sig í stöður innan teigs hjá andstæðingunum, menn eru staddir bæði á nærstöng og fjarstöng þegar boltanum er spyrnt.
Ég vill ekki sega að einhver einn leikmaður komi til með að bjarga okkur áfram í kvöld, allir leikmenn KR eru tilbúnir, allir ætla að standa vaktina eins og einn maður.
Við vinnum þennan leik 2-1
Áfram KR.
Athugasemdir
Æi - það eru ekki alltaf jólin..... en ekki missa trúna á þína menn. Með hverjum tapleiknum sem líður styttist í sigurleikinn, ekki satt?
Páll Jóhannesson, 13.7.2007 kl. 00:56
Takk Palli ég er góður. Jú það er svo skemmtilegt við boltann að maður er einhvernveginn alltaf með það á hreinu að í næsta leik komi þetta.
Hver veit kannski smellur þetta þá. Ég er eiginlega með það á hreinu.
S. Lúther Gestsson, 13.7.2007 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.