Mánudagur, 16.7.2007
Hvað gerði löggan rangt?
Ætlar landinn að fara að tuða yfir þessum mótmælum! Þurfum við einhver samtök sem kalla sig Saving Iceland?
Það er vælt yfir harðræði lögreglu í þessu máli, hún kölluð öllum íllum nöfnum og svo kemur þessi náungi og segir að hann hafi verið dreginn út úr bílnum og bara lagður í götuna og væl og væl. Af hverju stoppaði ekki bara maðurinn og talaði við lögregluna eins og maður?
Sko ég var að keyra upp Ártúnsbrekkuna í fyrrakvöld þegar allt í einu ég tek eftir að lögreglubíll gefur mér stöðvunarmerki með bláum ljósum. Átti ég rétt á að draga mínar eigin ályktanir og sega sem svo: NEI ég gerði ekkert af mér og stoppa bara ekki neitt þetta er bara hálviti fyrir aftan mig.
Nei mér ber skylda til að stöðva bifreiðina og tala við lögreglumennina, það var ekkert sérstakt sem þeir viltu, báðu um skoðunarvottorð, ökuskirteini og vildu sjá að allt væri í lagi. Enda kvöddumst við á góðum nótum. Á ég að kæra þessa tilteknu menn fyrir að trufla mig?
Það er ekki þeirra í Saving Iceland að ákveða hvort þeir trufli umferð og hversu mikinn mannfjölda má vera með á akbrautum Reykjavíkur.
Ein skemmtilegustu fjöldamótmæli sem fara hafið framm í Reykjavík undanfarin ár var ganga Ómars Ragnarssonar niður Laugaveg frá Hlemmi, ganga gegn Kárhnjúkum. Þar gekk lögreglan með enda hún höfð með í ráðum frá upphafi.
Gerum hlutina eins og menn þá verður bara miklu meir úr verki.
Athugasemdir
Heyr, heyr!!
Janus, 16.7.2007 kl. 02:45
Heyr heyr! Þetta voru orð í tíma töluð. Úr landi með þessa lögbrjóta undir eins segi ég nú bara: http://slayerinn.blog.is/blog/slayerinn/
Sigpungur, 16.7.2007 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.