Afmælisfjör.

Afmæli VSL 008Haldið var upp á afmæli dótturinnar í dag, gellan var 8 ára. Ég held að vel hafi tekist til og þessi dagur verði henni leng í minnum hafður. Hún var send í Smárlindina í morgunn með ömmu sinni og fékk hún að valsa þar um drottningin og velja sér skó og einhver föt.

Svo þegar henni loksins þóknaðist að láta skutla sér heim var búið að blása þennan risa hoppukastala upp í garðinum og sjaldan hef ég séð 8 ára barn setja upp svona stór augu þegar hún gekk út í garð.

Hoppukastali sem eru einhverjir 5x5x6 metrar á hæðina vekur að sjálfsögðu upp spurningar í hverfinu svo undir það síðasta var ekki alveg á hreinu hverjir voru afmælisgestir.

Slökkt var á loftblásaranum rétt fyrir 22 í kvöld og rétt fyrir miðnætti laumaðist mín með eina vinkonu sína upp í herbergi og sofa þær þar núna saman undir einni sæng.

Brjálað fjör semsagt, fullt út úr dyrum í allan dag og allir ánægðir enda ekki hægt að fá betri sólardag enn svona, enda sátu börn sem fullorðir í garðinum og borðuðu og sóluðu sig fáklædd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband