Dúdda mía.

Þetta var svona týpiskur dagur sem var einhvernveginn allt öðruvísi enn hann átti að vera. Þrátt fyrir að allt lægi á borðinu í gærkveldi hvernig allt átti að ganga smurt og maður átti að renna í gegnum daginn eins og á grænu ljósi.

Fyrir það fyrsta gat ég ekki mætt á einn einasta stað á réttum tíma ég var þetta alltaf 30-60 mín. of seinn. Eins og ég þoli ekki óstundvíst fólk. Maður sem átti von á mér um 18 leytið fékk mig inn til sín um 21 í kvöld. Heimalagaði kvöldsnarlinn endaði á veitingahúsi með frúnni kl 8 (það var með ráðum gert að vísu)

Hundurinn átti að fara í sinn daglega göngutúr enn endaði í hálftíma á Geirsnefi í gjörsamlega steypiregni, svipurinn einn hjá honum gerði mig hikandi að bjóða honum far heim í bílnum.

Enn einhvernveginn náði ég að loka deginum núna rétt fyrir miðnætti og síðasti viðkomustaðurinn var að renna aðeins yfir fyrirtækið sem ég er að kaupa, en þar ætlaði maður að setjast niður og kjafta við starfsfólkið, enn enginn hafði tíma til að ræða við mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OMG!  Ertu að segja mér að þú sért iðnaðarmaður?!?!!!????!?!?!?!?

Díta 24.7.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Heyrðu eg gerði einu sinni tilraun til að verða svona iðnaðrmaður, skráði mig á málmiðnaðarbraut í VMA á Akureyri fyrir mörgum árum síðan.

Einhvernveginn tókst Steina kennara að fá mig til að skrá mig af brautinni þrátt fyrir að kennaraeiðurinn segi skýrt að hverjum nemanda skuli sýndur skilningur og allir hafi rétt á kennslu. Þetta snerist eitthvað um heilsu hjá honum skildist mér.

Hvaða bindi eru í tísku í dag? á svo erfitt með að velja fyrir morgundaginn.

S. Lúther Gestsson, 24.7.2007 kl. 00:39

4 identicon

sorry Lúther minn en nú  verður systir þín að kommmentera.  Mér finnst mjög leiðinlegt að þurfa að segja þér þessa staðreynd, en þú ert einmitt mest óstundvísasti maður sem ég þekki :=)  Við systur þínar gátum ekki annað en brosað þegar við lásum þetta annars góða blogg frá þér.  

Svo verð ég líka að segja að það kemur mér á óvart hversu góður penni þú er.  Hvernig er það á ekkert að fara að skella sér norður?

KV SIf 

sif litla systir þín 25.7.2007 kl. 12:30

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þið bloggvinr mínir, haldið ró ykkar ég þekki þesa stúlku ekki neitt.

S. Lúther Gestsson, 26.7.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband