Fimmtudagur, 2.8.2007
Kominn á ról.
Búinn að vera í bústað í Grímsnesi í viku og gjörsamlega ekki gert handak nema vandað mig ofboðslega í að gera ekki neitt, nema bjóða gestum í grill, farið í sund og legið svo í heita pottinum, og er er ekkert að fíla að vera kominn í bæinn.
Annars hefur maður ekki undan að taka við nýjum fréttum, svo virðist vera að landinn hafi gjörsamlega farið yfir um meðan ég rétt skrapp bæjarleið. Búið að reka Teit úr KR, ég bara ætla ekki að tjá mig um þetta mál, sko að reka Tei..................NEI ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál.
Menn farnir að nota skotvopn í Rvk, stelpur gengu berserksgang og bitu stykki úr hvor annari, Eiður laminn, búið að selja Emmes-ís, búið að selja B og L. Sko maður rétt skreppur frá og þá fá allir einhverskonar svona Palli var einn í heiminum sintrom...
Annars var ég að taka við lyklunum af nýja fyrirtækinu mínu í dag og hef það einhvernveginn á tilfinningunni að mitt 3 mánaða frí sem ég er búinn að vera í sé á enda. Ætla nú samt að reyna að detta ekki í það að ég þurfi að vera að vinna 20 tíma á sólarhring. Ég sagðist reyna börnin góð...........
Lúther
Athugasemdir
Ég er forvitin sem köttur. Hvaða fyrirtæki?
Halla Rut , 2.8.2007 kl. 02:43
Emmes eða B&L ???? En annars er ég ekki einn í heiminum? ég hélt það
Páll Jóhannesson, 3.8.2007 kl. 00:24
Halla Rut , 3.8.2007 kl. 02:47
Ég ætti allavega getað boðið upp á ís.
S. Lúther Gestsson, 6.8.2007 kl. 01:31
Var það þú sem keyptir Emmess ísgerð???
Markús frá Djúpalæk, 6.8.2007 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.