Partýið að verða búið.

Jæja þá fer að sjá fyrir endann á þessari verslunarmannahelgi. Ég hef ekki orðið mikið var við hana, hvorki farið út úr bænum á útihátið eða verið í 3 daga fríi.

Það hitti þannig á að þessa helgi var ég meira og minna upptekinn frá morgni til kvölds og verð bara að fá smá frí eftir helgina.

Ég fékk þó símtal í gærkveldi frá dótturinni sem sagði að það væru tónleikar í bænum sem hún 7 ára yrði að komast á, nefnilega Stuðmenn og Laddi í Húsdýragarðinum. Auðvitað var rennt þangað, sko ekki sleppir maður tónleikum um verslunarmannahelgina innan um seli, hænur og svín.

Við fjöldskyldan komum okkur þæginlega fyrir í grasbrekkunni fyrir framan sviðið og nutum þess sem boðið var uppá. Á svæðinu voru alveg hellingur af fólki yfir 2 þúsund manns og allir skemmtu sér vel, varla sást deigur dropi af Captain Morgan, íslensku brennivíni eða öðru áfengi, og  lítið fór fyrir rifnum tjöldum, útældum svefnpokum eða samförum kynjanna um alla brekku.

Við vorum svo lögð á stað heim með Subway í bílnum rúmlega miðnætti

Ég segi gleymum þessu Galtarlækjarmóti sem enginn getur borgað brúsan af vegna himinhás kostnaðar og skellum okkur í sveitina með dýrunum og hlustum á Ladda baula um Búkollu.

Fínn endir á eril samri helgi hjá mér alla vega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Deeo - deeo - baulaðu Búkolla ef þú heyrir DEEÓ.

kv frá Akureyri

Páll Jóhannesson, 6.8.2007 kl. 17:00

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Aha, hann tók einmitt þetta lag svo undir tók í brekkunni, garðinum  eða stíunni hvað sem kalla á þetta svæði.

S. Lúther Gestsson, 6.8.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband