Mánudagur, 30.6.2008
SIGURRÓS - BJARKAR ÆÐIÐ HELDUR ÁFRAM.
Ég hef haldið því fram að það sé einhver ákveðin tíska að segast fíla Björk og Sigurrós. Ég hef spurt marga hvað það sé í tónlist Bjarkar sem heilli svona svakalega, þá koma svo fáranleg svör að hafandi er varla eftir. T.d. lagsmíðar, sviðsframkoma, söngröddin. Er eitthvað að þessum dæmum sem Björk er einstök í.
Fólk þekkir ekki einu sinni lögin hennar með nafni.
Fyndnast finnst mér þegar fólk fer að tala um fötin hennar. Enn Björk er alls ekki fallega klædd, hefur aldrei verið. Er einhver mamman hér sem vildi að dætur sínar tækju upp þann sið að kllæða sig og mála eins og Björk?
Því miður hefur Björk ekki eitthvað sem krakkar ættu að líta upp til og reyna að temja sér. Nema þá kannski ást á landinu, en það hafa allir.
Þið húsmæður sem komnar eru yfir léttasta skeiðið, Þið yngist ekkert eða gangið í augun á unglingum í dag þó þið segist fíla Björk og Sigurrós í ræmur.
Ég er alveg með það á kristal tæru að ef Rúnar Júll og Sverrir Stormsker hefðu átt að troða upp í Laugardal fyrir þessum málstað hefðu þeir fyllt dalinn.
Athugasemdir
Heimsfrægð Bjarkar er ekki tilviljun. Hún er að selja upp í 5 - 6 milljónir eintaka af hverri plötu. Ástæðan er að hluta að Björk er einstök. Hennar músík og plötur eru frábrugðnar öllu öðru. Hún hefur algjörlega sinn eigin stíl. Og sá stíll er ekki einangraður eða bundinn við eina línu.
Söngstíll Bjarkar er sérstæður og heillandi. Hann er pínulítið barnalegur en líka þroskaður í aðra röndina. Hann ræðst af einlægni og tilfinningasemi fyrir viðfangsefninu.
Fyrir mína bjórdós skiptir klæðaburður Bjarkar engu máli. Það er músík hennar sem er frábær og á sæti meðal merkustu platna rokksögunnar.
Björk er ætíð leitandi í músíksköpun. Hún er aldrei fyrirsjáanleg og gengur langt í tilraunastarfsemi. Dæmi: Platan Medúlla er að mestu án hljóðfæraleiks. Sú plata byggir á leik með söngraddir.
Lög Bjarkar eru fæst samkvæmt uppskrift popplaga. Þar fer lítið fyrir "krókum" (hook-línum). Þau eru "dýpri" og útsetningar skipta miklu máli. En Björk fer líka yfir í "léttar" laglínur og keyrir á "aggresívar" útsetningar. Dæmi um það er "Declare Indipendence", pönkað teknó.
Jens Guð, 2.7.2008 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.