Miðvikudagur, 23.7.2008
ÉG Á STUNDUM EKKI EITT EINASTA......
Ég er svona einn af þeim stundum sem veit betur enn læknar og hjúkrunarfólk, þó svo ég hafi blessunarlega losnað við alvarleg veikindi undanfarið þá á ég það til eins og svo margir að fá svona smá kvilla.
Ég fékk rosalegt tak í bakið og upp fyrir mér rann sú stund þegar ég fékk síðast mjög vont í bakið þá labbaði ég út af bráðamóttökunni með kólöglegan skammt af Morfíni í æðakerfinu, man reyndar ekki mikið eftir því þegar konan ók mér heim.
þetta ætlaði ég ekki að endurtaka og ætlaði að lækna mig sjálfur. Ég varð mér út um gelpoka sem ég stakk í frysti, stakk honum svo beinfrosnum niður fyrir buxnastreng og lagðist með óhljóðum, eftir um hálftíma reif ég pokann upp ásamt hálfri rasskinninni. HELV....Gelpokinn einhvernveginn.....já ég veit það ekki. Ég þakka guði fyrir að ég var ekki að kæla mig að framanverðunni.
Athugasemdir
Það hefði nú verið soldið gott á þig
ókunnug 24.7.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.