Hjólreiðartúr.

Júlí 2008 032Við dóttirin fórum í hjólatúr í kvöld, undiritaður hefur ekki stigið á petala í mörg ár svo neinu nemur og var því valin svona frekar fáfarin leið að ég hélt hringur kringum Elliðaárdalinn. Dalurinn var náttúrlulega fullur af fólki og var maður næstum margsinnis dottin við það eitt að reyna að líta vel út.

Júlí 2008 029

Reyndar sýndist mér ég sjá einhverja Tour De France hjólakalla sem var nokkuð starsýnt á mig og á ég von á því að haft verði samband við mig í vikunni. Ég var nefnilega orðinn nokkuð lunkinn eftir ótrulega lítinn tíma.

Maður var orðinn nokkuð lúinn eftir kvöldið og var því laggst út af í sófanum þegar heim var komið og var konan sem reyndar er hjúkka fenginn til að nudda yfir skrokkinn í leit að gömlum íþróttameiðslum sem gætu hafa komið upp, aldrei of varlega farið. Talaði hún mikið um að dóttirinn hefði komið skellihlægandi heim en engu líkara en ég þyrfti súrefniskút, sem er mikill miskilningur hjá henni því þetta snýst mikið um að vera með réttu svipbrigðin þegar maður nálgast Júlí 2008 031fólk.

 

 Ef smellt er á myndirnar stækkar þetta allt um helming, sjáið einnig hverslags rosa græju kallinn er á, allavega 21 gír áfram Tin, blikk, gormar og allt að gerast.

Júlí 2008 028


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

,,Tour De France" hvað.... svo er vatnsbrúsi og hvað eina, eru kannski steriogræjur líka? til hamingju með nýja hjólið og passaðu bara að það gleymist ekki í bráð og bíllyklarnir nái aftur yfirhöndinni.

Páll Jóhannesson, 22.7.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Vatnsbrúsin er undir kaffið Páll. Ég hef séð að margir eru búnir að tengja einhverskonar púlsmæli við hjólin sín, ég hef meiri þörf fyrir einhverskonar stereogræjur og kaffihitara ef hægt væri að koma því fyrir. Púlsmæli? Annað hvort eru menn í formi til að hjóla eða ekki.

S. Lúther Gestsson, 22.7.2008 kl. 12:49

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Kaffið klikkar ekki

Páll Jóhannesson, 22.7.2008 kl. 17:04

4 Smámynd: Gulli litli

Pedalinn fer þér bara vel!

Gulli litli, 23.7.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband