Þriðjudagur, 2.9.2008
ERFITT KVÖLD.
Horfði á leik KR og Breiðablik í sjónvarpinu, já ég sat heima og horfði. Ástæðan? jú konan er ekki ennþá búin að eiga. Enn það er svo stutt (kannski í nótt eða á eftir) að ég þorfði ekki að heiman.
Ég er svona að ná mér niður andlega eftir þetta kvöld, mikið hrikalega er búið að vera erfitt.
KR lentu marki undir, fengu á sig 13 hornspyrnur, björguðu 3 á línu, framlenging, vítaspyrnukeppni og konan blés allan tíman eins og hún væri að fara að eiga eftir eina mínútu.
Enn KR vann og konan er sofnuð. Guð er góður.
Athugasemdir
Hvað er málið... er drengurinn ekkert að koma í heiminn
Sif 3.9.2008 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.