Má ég bara fara út og knúsa alla??

Það er alveg sama hvaða fjölmiðil maður skoðar eða hlustar á, alltaf er verið að sega okkur að standa saman, maður hefur orðið vitni oftar enn einu sinni að mælt er með að fólk knúsist, fallist í faðma.

Við eigum að klappa á bakið á hvort öðru og sega eitthvað fallegt, hughreystandi.

Kunnum við þetta? Hvað skeður ef ég geng inn í verslun og bið afgreiðslumannin um faðmlag? Komdu hérna kallinnog knúsaðu mig! Hvernig gengur? Reyndu bara að standa í lappirnar þetta kemur allt.

Það er tvennt sem mundi gerast, annað hvort yrði ég beðinn um að vera úti eða hringt yrði á lögregluna. Sjálfsagt sagt að þetta sé ömurleg aðferð við að ræna verslunina.

 

Bubbi sagði í kvöld: Tölum saman, hringjum í vin og segum bara eins og er: Ég er hrædd(ur)

Gera karlmenn þetta, hringi ég í Palla og segi:  Palli ég er skíthræddur, ég er með kvíðahnút í maganum. NEI!! Við karlmenn gerum ekki svona. Konur þær gera svoleiðis þær hringja í Gunnu og sega allt. Eiginlega yfirleitt meira enn þær þyrftu að sega.  MIKLU meira!!!

Aftur að Palla, segi ég við hann, elsku Palli ég tapaði 1,3 milljónum síðustu daga? Nei, ég vil ekki að Palli viti að ég tapaði 1,3 millum. PALLI MÁ ALLS EKKI VITA AÐ ÉG TAPAÐI 1,3 MILLUM!!

 

Elsku bloggvinir hafiði ekki áhyggjur, ég ætla ekki að hafa upp á ykkur til að falla í faðm ykkar. Enn segi bara við ykkur öll:

Gangi ykkur vel og megi Guð vera með ykkur.

Núna einmitt langaði mig að sega hugsum um hver annað og tökum utan um hvort annað???? Af hverju er þetta svona?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi knúsdagur er bara plat,hann var mér erfiður ég fór að knúsa fólk.:afrakstur eftir dagin er svo:Sprungin efri vör,mikill roði á báðum vöngum eftir hressilega kinnhesta,kúla á enni,glóðarauga á leiðinni,blóðnasir í tvígang,uppásnúin hægri hönd,slappur í hálsvöðva vegna hálstaks,sviði í hægri rasskinn eftir hnitmiðað spark,Hver stakk uppá þessum knúsdegi.?

Númi 13.10.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég bíð samt með opin arminn ef þér snýst hugur

Páll Jóhannesson, 14.10.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Takk Palli minn. Ég var nú samt ekkei að vitna í þig hér að ofan þó Palli hafi komið fyrir. Þú mættir alveg vita ef ég hefði tapað miklu fé.

S. Lúther Gestsson, 14.10.2008 kl. 13:28

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lúther minn! ég tók þetta ekkert sérstaklega til mín en bara fann hjá mér þörf að bjóða knús

Páll Jóhannesson, 14.10.2008 kl. 16:52

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég held nefnilega að allir landsmenn finni fyrir knúsþörfinni en enginn þorir að byrja að knúsa. Okkur finnst það bara frekar lumó og viljum sýnast svo sterk.

S. Lúther Gestsson, 14.10.2008 kl. 21:35

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gott hjá Bubba kóngi...velkominn í bloggvina hópinn minn og ég sendi té eitt fadmlag á mail....

kvedja frá

Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 15.10.2008 kl. 20:01

7 Smámynd: Landi

Hvaða hellv...... vitleysa er þetta,KNÚSA hvað er ekki alveg í lagi,eru menn eitthvað að verða bleikir  

Ég ætti nú ekki annað eftir en að fara að knúsa Jón og Palla og kannski hann Kalla líka....NEI ég held ekki...á þessum síðustu og verstu þá tekur maður sko bara hatt sinn og staf og gengur áfram eins og gæs í túni....

Það er sko ekki mér né þér eða öðrum að kenna að allt þetta rugl sem á sér stað hér á landi hafi þessar afleiðingar sem eru í dag.

Hverjir buðu okkur uppá þetta,hverjir buðu og samþykktu 90% lán til húsakaupa,hverjir buðu erlendu bílalánin....nei það verður sko ekkert faðmlag...

Afhverju eru vopnaðir menn sem fylgja sumum ráðamönnum  í þessu landi í dag.

Afhverju vorum við fólkið í landinu gerðir að blórabögglum.

Þetta er bara Hégómi og ég vil ekkert faðmlag

Ja nema sko að það sé kona sem ........ usss

Landi, 16.10.2008 kl. 08:45

8 Smámynd: Vignir Arnarson

Knús er hollt og knús er gott

Knús er fyrir alla

Knús ber líka góðan vott

um kærleik  milli karla.

Vignir Arnarson, 18.10.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband