KA menn verða í toppbáráttunni.

Góðvinur minn er búinn að biðja mig afar fallega að blogga ekki meira um íþróttir, ég hálfpartinn lofaði honum því...hálfpartinn. enn tveir stórviðburðir urðu í dag í íþróttaheiminum og ég bara verð að fá að tala aðeins um þá enn svo skal ég steinh....allavega minnka íþróttablogg til muna.

 

Glæsileg frammistaða KA manna undanfarna leiki sína svo um munar að þeir verða í toppbáráttunni í vetur.

Og áður enn þið leiðréttið mig þá er þetta ekki sameiginlegt lið þórs og KA. Það eru bara KA menn sem spila handbolta fyrir norðan.

Nú þarf að skoða alvarlega hvað fór úrskeiðis í Hveragerði þar sem KR stelpurnar töpuðu fyrir Kamar í kvennakörfunni.

1. Eru gólfefnin boðleg í sveitinni?

2. Er hitastigið í húsinu þarna boðlegt ca 8 gráður?

3. fjósalykt um alla veggi og palla, má það?


mbl.is Andri Snær Stefánsson: Leikgleðin er ótrúlega mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við að renna aðeins yfir byrjunarliðið hjá Akureyri í dag? 

Haffi í markinu (KA maður en hefur spilað með Þór líka)
Útispilarar: Jonni og Andri (Ka menn), Árni, Heiðar, Oddur, Hörður (Þórsarar)

 Ég er ekkert að leiðrétta þig, bara benda á staðreyndir

Sigþór 19.10.2008 kl. 01:16

2 identicon

Kannski leiðinlegt að þurfa að benda á það líka að umræddur körfuboltaleikur fór fram á heimavelli KR....

VS 19.10.2008 kl. 09:45

3 identicon

Bara benda á það að Hörður er ekki Þórsari, hann myndi seint líta á sjálfan sig sem Þórsara.

Annars er það vitleysa að vera að skipta mönnum niður í KA og Þórsara þegar menn eru að spila með liði Akureyrar

Akureyringur 19.10.2008 kl. 11:09

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Já..... hérna...eins og glöggir lesendur sjá þá tókst mér með endemum vel að koma þessum pistli vel og rétt frá mér. Það að kvennaleikurinn hafi verið spilaður á heimavelli okkar er.....mér hefði bara ekki getað dottið það t...OK!!!

Ég held að flest allir Akutreyringar séu örlitlir KA menn inn við beinið og hafi alltaf litið upp til KA. Nema þá kannski Palli bloggvinur minn.

S. Lúther Gestsson, 20.10.2008 kl. 01:57

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mér láðist að spyrja þig um daginn þegar við vorum að ræða dekkjamálin - hvað ertu með mikinn loftþrýsting í dekkjunum?

Páll Jóhannesson, 20.10.2008 kl. 08:58

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Bara smá innlitskvitt

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 20.10.2008 kl. 09:36

7 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Páll minn.

Það eru svona 32 pund í fólksbílnum og 25 pund í jeppanum.

S. Lúther Gestsson, 20.10.2008 kl. 21:55

8 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já sæll! hvað gerir það í Evrum?

Páll Jóhannesson, 25.10.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband