Sitt lítið af hverju, allt samt rólegt

Langt síðan ég hef fært hér fréttir. Þetta er allt í lagi ég ætla ekki að rita neitt um íþróttir.

Langt síðan ég hætti að fylgjast með kreppustríðinu, það sagði við mig maður um daginn að því lengur sem liði á milli þess sem maður les fréttir af þessum ógöngum því meir finndist honum ástandið lagast. Ekki frá því að það sé rétt. 

Mér fannst í um daginn að eldri syni mínum finndist hann fá minni athygli en sá nýfæddi og ákvað því að lyfta honum aðeins upp, hann fékk sinn fyrsta sleða þó ekki vélsleða enn eins nálægt þvi og ég gat, það er þó stýri og sæti:) kannski verður mótor í næsta sleða. Hann er ófeiminn við að sega hverjum sem er frá því að hann eigi sleða, STIGA sleða. Þetta er eins nálægt nafninu SKIDOO og ég komst.

oktober_2008_065_713884.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo eignaðist hann nýjan vin sem hlaut nafnið Jóhannes.

oktober_2008_052_713916.jpg

Ég man eftir því að það hafi verið svona risa stór bangsi heima þegar ég var minni enn systur mínar gengið í skrokk á honum og eyðilagt hann.

 

 

 

 

 

Enn af þeim yngsta er allt brilliant að frétta og er hann farinn að líkjast mér meir og meir, nema hvað hann þarf mikinn svefn, skil þessar svefnvenjur lítilla barna ekki, enn það kemur frá móðurættinni.

verð að sýna ykkur hann aðeins líka. Þess má geta að hann verður skýrður um helgina.

oktober_2008_043.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 Skírnarkjóllinn klár.oktober_2008_004.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Enn þeir sem hafa áhyggjur af mér þá er það alger óþarfi ég fékk skúrinn lánaðann hjá frúnni og er búinn að finna mér verkefni, nefnilega kerrusmíði, mér vantaði eina stóra og þar sem það er kreppa þá reyni ég bara að gera þetta sjálfur.

oktober_2008_066_713917.jpg

 

Í kvöld var verið að stilla hjólabúnaðinn undir og vonandi verður gripurinn kominn á fjöll í næstu viku.

 

Að lokum vil ég benda þeim á sem eru að fara að viðra sig á fjöllum á næstunni að fara varlega því það leynast víða hættur á þessum árstíma bæði fyrir jeppa og sleðamenn og eru svona holur algengar þar sem lítill snjór er yfir lækjum. Eins og menn fengu að kynnast um helgina.

20080408001737719_713908.jpg20070510085646358.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 slys_1.jpg 3cdd44ae-5b1f-4012-a630-52b6bb1f1381_713914.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Enn þangað til næst.

GÓÐAR STUNDIR.

Prinsinn

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vá hvad tú ert ríkur Luther minn.Flottir drengir sem tú átt.

knús inn í gódann dag

Gudrún Hauksdótttir, 30.10.2008 kl. 09:23

2 Smámynd: Landi

Mér líst rosalega vel á nafnið á bangsanum,enda er nafnið Jóhannes fallegasta nafnið í hinni stóru veröld.

Verður óskírður tilvonandi sleðamaður ekki skírður Jóhannes líka

Landi, 30.10.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Minnist þess nú ekki Jóhannes minn að þú hafir verið sérstaklega fyrirmyndin þegar nafnið var valið, enn nafnið fannst okkur sérstaklega fyndið þegar dóttir okkar kom allt í einu með það.

Jyderupdrottningin: (má ekki stytta þetta nafn) Takk, takk já þetta eru hreinir gullmolar.

S. Lúther Gestsson, 31.10.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband