Föstudagur, 14.11.2008
Í mörg horn að líta.
Elsta barnið kom heim úr skólanum handleggsbrotin, hafði dottið úr nýja leiktækinu sem var verið að setja upp á skólalóðinni. Eitt foreldrið sagði mér að þetta væri ekki sniðugt tæki, einhverskonar hringekja sem börnin annað hvort sveifluðust um með ælu spýjuna út úr sér eða hentust úr því.
Annars tekur dóttirin þessu nokkuð vel og er ansi dugleg að bröltast um með handleggin í gifsi.
Ég man hreinlega ekki eftir því að nokkur fjöldskyldumeðlimur hafi einhvertíma brotnað áður enn flestum þykir það eiginlega kraftverki líkast að ég hef aldrei á lífsleiðiðinni brotnað nokkurstaðar.
Ansi margt hefur maður nú brallað, margt miður gáfulegt og svo ansi margt líka hreinlega algjörlega óhugsandi. Einu sinni sagði við mig maður að fáranlegt væri að hinar ýmsu hugmyndir fæddust í hausnum á mér hvað þá að þær væru framkvæmdar.
Ég var að horfa á eldri drenginn minn leika sér í dag í leikhorninu sínu og varð eiginlega orðlaus af öllu dótinu hans, ef maður hefði nú haft allt þetta dót þegar maður var yngri...man að mesta fjörið var að fara með 3-4 Mathcbox bíla út í skurð og smala strákunum í bíló. Búnir voru til vegir, hlaðnar stíflur, brýr byggðar og gert svo þak yfir allt úr bárujárnsplötum og hríslum. Hefði þurft að fara í umhverfismat í dag.
Meira að sega er dótakassinn minn í dag lítill miða við þetta risa horn hans.
Sá yngsti setti upp einhvern furðulegann svip í dag yfir öllu tilstandinu, sjálfsagt fundist tilstandið á heimilinu verða of mikið fyrir hans smekk.
Að lokum verð ég að sega ykkur frá því að ég sá fréttakýringu í kastljósi þar sem viðtal var við Jóninu Ben um ferðir hennar með fólk til Póllands. Þar fer fólk í svokallaðar ristilhreinsanir. Viðtal var við einhvern karlmann sem hafði notað þessa þjónustu hennar.
Mér er spurn: Hvað fær karlmenn til þess í dag að koma framm í sjónvarpi allra landmanna til að sega frá því að þeir hafi farið til Póllands til að fá stólpípu upp í rassinn á sér og líðanin væri frábær eftir á????? Er ekki nokkur einasta karlmennska að verða eftir í Íslenska karlmanninum? Sumir þurfa bara að læra að þega!
Þetta er orðin svo langur pistill að Íþróttapakkinn verður að bíða betri tíma. Og þá held ég að einhver utanbæjar bloggvinur minn sé ánægður.
Góðar stundir
Athugasemdir
Til hamingju med nafnid Árni Snær.Mjög fallegt og hljómfagurt.Snúllan tín ad brjóta sig svona.Gangi henni vel í tví.
kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 14.11.2008 kl. 08:21
Til hamingju með skírnina..
Vonandi nær stelpan sér að fullu eftir brotið.
Já og svo smíðaði maður sér jeppa í smíðatíma með gúmmífjöðrun úr gömlum slöngum og dró þá svo yfir allar hæðir og hóla,mikið fjör mikið gaman
Landi, 15.11.2008 kl. 12:09
Er þetta svona vinsamleg tilmæli um að gefa drengnum ekki leikföng í jólagjöf :=)
Knúsaðu Valgerði Selmu frá mér....
Sifjan, 22.11.2008 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.