Komiði sæl og blessuð.

Ég veit það ég er búinn að vera latur að blogga, enn nú fer allt að gerast.

Jólaundirbúnigurinn er farin af stað á þessu heimili. Þó hefur hann ekki farið eins og hvirfilbylur af stað, enn athöfn eins og laufabrauðsgerð var nú um helgina, <búið er að baka eitthvað af smákökum en smákökugerðin stendur eiginlega alveg til jóla með hléum.

 

Hér er ekkert verið að svindla, handskorið TAKK!!!

picture_059.jpg

Svo var mætt í skólann hjá dótturinni og búið til jólaskraut, þar var afar vel mætt og gaman að sjá svo marga hafa tíma til að taka þátt í þessu.

Undirritaður var ekki búinn að vera lengi í salnum þegar hann sá að ekki var metnaðurinn hár hjá sumum foreldrunum, líklega einhver þynnka í gangi sem er ekki fallegt svona þegar aðventan er að ganga í garð.  Því það mátti glögglega sjá að ég er fáránlega góður í að búa til svona glingur.

Á einhverjum undraverðum tíma náði ég að búa til heilan jólasvein og útbúa rosaleg jólakort, þau eru eiginlega of fín til að senda þau á heimili sem sjá ekki handbragðið.

Kjaftæði sega þá kannski margir, enn ég set inn mynd þessu til staðfestingar.

picture_060.jpg

 

Ekki hefur unnist tími til að skjótast neitt upp á hálendi enn stefnt að því að kíkja smá dagstúr í vikunni, þar fær maður kraftinn til að halda áfram að gera góða hluti.

 

Aðeins að öðru. Ég sá viðtal við Bryndísi Schram í sjónvarpinu í kvöld þar sem hún var að kynna bók sem hún var að senda frá sér. þetta er ekki ævisaga, Nei, nei því ævisaga hennar var skrifuð fyrir 20 árum síðan. Ævisagan var skrifuð fyrir 20 árum síðan!!

Er einhver möguleiki á að við íslendingar getum sest niður og andað rólega eitt andartak?? Hver getur gefið út ævisögu rúmlega fertug? Var kannski ástandið hérna í kringum 1988 þannig að enginn átti von á því að verða 50 tugur?  SLAPPIÐIII AF!!!!

Þangað til næst...

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já þetta er undarlegt í meira lagi - ævisaga á unglingsaldri. Annars ert þú að skrá þína ævisögu reglulega á netinu eins og svo margir en víst er að hún er þó æði merkilegri en margra sem hæla sér í þessum grobbsögum.

Aðventu og jólastemmingakveðjur úr frosti og snjó

Páll Jóhannesson, 3.12.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband