Er enginn með fullu viti í þessum kellingaklúbb?

Á ég að trúa því að allir í Feministafélagi Íslands hafi skrifað undir þetta bréf og samþykkt það? Nei þetta hlýtur að vera þroskaðara lið en það...eða hvað? Nei það er það líklega ekki.

Hvernig skyldi standa á því að Feministar séu kallaðir leiðinlegir og þeir fái svona lítinn hljómgrunn frá öðrum? Jú þetta bréf er ein skýringin.


mbl.is „Ég vona að þér verði aldrei nauðgað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Freyr Eggertsson

Kannski rétt hjá þér.  Held að þarna hafi þeir farið aðeins framúr sér. 

Þorsteinn Freyr Eggertsson, 4.12.2008 kl. 02:31

2 identicon

Já töff. Gerum lítið úr kynferðisofbeldi.

Ef þú sérð ekkert að því sem þú ert að segja held ég að það jaðri við að þér myndi batna í hausnum við að vera nauðgað.

Anonymous 4.12.2008 kl. 04:11

3 identicon

Af hverju? Kom þetta eitthvað við kaunin á ykkur strákar? Af hverju? Er þetta ekki sameiginlegt baraáttumál allra að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi? Af hverju má ekki nota mismunandi aðferðir til að koma því á framfæri. Af hverju takið þið því svona illa?

Ég vona innilega að þér verði aldrei nauðgað. Og ég vona hjartanlega að engin þér nákomin verði fyrir þeirri hryllilegu reynslu. Frekar en að snúast gegn fólki í reiði væri ekki úr vegi að þú stoppaðir aðeins og bæðir líka fyrir þínu fólki og vonaðir að engin þyrfti að verða fyrir kynferðisofbeldi, ekki litlit strákar og ekki litlar stelpur og ekki unglingar, strákar eða stelpur og ekki konur og ekki menn. Að við vinnum saman til að koma í veg fyrir nauðganir og kynferðisofbeldi. Og að við gerum það í kærleika. Saman.

Gústa 4.12.2008 kl. 23:21

4 identicon

Ragnar Örn, ég held að þú ættir að læra að rökstyðja eigin skoðun áður en þú tjáir þig um geðrænt ástand annara.

Also, það sem Gústa sagði.

Anonymous 5.12.2008 kl. 00:13

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Gústa þú verður að átta þig á því að þú hefur ekki hugmynd hvort konu minni eða systur hefur verið nauðgað!!!! Svo vil ég þakka þér fyrir þá ósk þína að mér verði ekki nauðgað, það er lífsreynsla sem mig langar alls ekki að lenda í. Ég hef umgestist fólk sem hefur lent í nauðgun og umgengst það reglulega, ég kýs að fara ekki nánar út í það.

Mín skoðun kæra Gústa er sú að ef við eigum að reyna þína aðferð og gera þetta af kærleika og öll saman þá gerum við það ekki með svona skrifum. Ég veit að Björn Bjarnason gerir sér grein fyrir vandmálinu, honum finnst sjálfum örugglega líka margir kynferðisdómar of vægir.

vandamálið er ekki eingöngu það að okkur vantar klefa sem er laus í 15 ár til að geyma nauðgara.

Feministar hata nauðgara og það er ekki rétt að hata, þá komum við aftur að orðum þínum um kærleik og samstöðu.

Ég hef fengið all mörg miður bréf í tölvupóstfang mitt í dag og ég kýs að svara þeim ekki, vegna þess að ég fann til mikillar gremju og reiði þegar ég las mörg þeirra. 

Ég kýs þó að taka það fram hér þó mér sé það alls ekki skylt að ég er ekki kynferðisafbrotamaður og hef aldrei fengið kærur eða dóm þess efnis.

Vona að lítil bæn til þeirra fjölmörgu sem hafa skrifað mér hafi skilað sér.

S.Lúther Gestsson

S. Lúther Gestsson, 5.12.2008 kl. 00:13

6 identicon

Mín rök eru frekar augljós, svipað og skortur þinn á rökum. Það er ekki beint erfitt að draga þá ályktun að ég sé að meina að það að honum væri nauðgað sjálfum myndi gera honum grein fyrir því hvað nauðgun gerir fólki andlega. Ég gef ekki einu sinni í skyn að það væri réttlætanlegt eða óskandi, en það myndi vissulega rétta þessa skekkju í heimssýn hans.

Og það að þú kallir mig hugleysingja án þess að vita nokkuð um mig finnst mér hálf vandræðalegt. Ef þú ert að reyna að benda á einhverja tengingu milli nafnleysis og hugleysis þá gætir þú kannski viljað kynna þér anonymous, í stað þess að tjá þig um hluti sem þú greinilega veist ekkert um.

Anonymous 5.12.2008 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband