Sama rútínan fyrir þessi jól eins og öll önnur.

Það gengur hægt að stíga skrefin upp á háaloft og ná í jólaseríurnar sem á að hengja hringinn í kringum húsið.  Ég játa það bara hér fyrir ykkur og sjálfum mér að ég fyllist verkkvíða þegar kemur að þessum gjörning.

Ég veit sem er að þó ég hafi gengið rosalega vel frá öllu og þá endar þetta í risastórum óleysanlegum vöndli í höndunum á mér og perurnar koma ekki til með að virka þó svo að allar hafi þær virkað þegar ég raðaði þessu fallega saman í upprunarlegu umbúðirnar í fyrra undir arnaraugum konu minnar. Það er bara svoleiðis!

Af hverju má ég ekki bara henda þessu og kaupa nýjar í Húsaamiðjunni þær eru á sama verði og í fyrra og ég spara rosa tíma.

Á hverju ári kaupir konan mín kílóa kassa af Nóa Siríus kenfekti og felur einhverstaðar í húsinu, það gerir hún til þess að konfektið sé ekki búið löngu fyrir jól.

Þar sem  ég held að kona mín lesi þetta blogg ekki langar mig að sega ykkur að ég er búinn að finna konfektkassann í ár, það var ekki erfitt hann var á bak við allskonar plastdalla og hrærivélina.

 

Hér má sjá kassann til vinstri.

picture.jpg

Ég veit að flest allir karlmenn þekkja þetta leynimakk, Strákar pössum okkur bara á því að líma ný límbönd á kassan og svo má líka kaupa sama konfekt í nammibarnum í Hagkaup og bæta reglulega í hann.

Fyrir 2 árum gleymdi konan mína að hún hafi falið kassan og fann hann svo tæpu ári síðan sjálf fyrir algera tilviljun, þá var konfektið komið með hvítar rendur og orðið hart.

 

Þangað til næst

Góðar stundir.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

 ekki erfitt að finna þennan kassa sko!! En upp með ljósin þetta tekur fljótt af

Brynja skordal, 5.12.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband