Sunnudagur, 7.12.2008
Líkamsárás.
Það leiðinlega atvik átti sér stað á lokasekundunum að óreyndur FH ingur sem líklega var að spila sinn fyrsta alvöru úrslitaleik Ásbjörn Friðriksson að nafni veittist með óhugnanlegum hætti að einum Hauka manni. Ásbjörn slapp þó vel þar sem liðsfélaga hans Ólafi var vikið af leikvelli fyrir þetta brot.
Í viðtali við RÚV eftir sagði Ásbjörn að hqann hefði ekki ráðist að leikmanninum með krepptum hnefa og hafi ætlað að kýla hann í andlitið. Ok þá líklega er þetta bara í lagi????
Ásbjörn hljóp í fangið á leikmanninum með báðar hendur á undan sé í andlitshæð og sneri hauka mannin niður með hálstaki.
Ömurlegt þegar leikmenn koma í viðtal eftir svona atvik og hlægja að öllu saman. Til handalögmála kom einnig eftir leik út af þessu sama atviki.
Enn þjálfari FH hafði ekki vit á að skipa Ásbirni inn í klefa um leið og lokaflautið gall á, því fór sem fór.
FH komið í undanúrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hvernig nenniru að væla svona þetta er handbolti hlýtur að mega eitthvað.. fh eru bestir þannig er það nú bara
brynjar 7.12.2008 kl. 17:47
Ég sá nú ekki betur en að Sigurbergur hafi ráðist á Ásbjörn (sem reyndar braut gróflega á Sigurbergi). Það samt afsakar ekki það sem Sigurbergur gerði. Samt skemmtilegur leikur á að horfa og fínt að fá smá action í lokin, þó það hafi kannski farið aðeins úr böndunum
Bragi 7.12.2008 kl. 17:55
ef þetta hefði verið gert við FH leikmaður sem hafði lent í þessu þá væriru ekki að segja það sama, horfa aðeins í spegil áður en maður fer að gagnrýna aðra ;)
Hanna 7.12.2008 kl. 17:55
hehe úps fáranleg íslenska hérna hjá mér: ef þetta hefði verið gert við FH leikmann þá væriru ekki...
Hanna 7.12.2008 kl. 17:56
Uhhh, þetta var reyndar afskaplega vel brotið hjá Ásbirni, ég gat ekki séð að þetta væri eitthvað gríðarlega gróft. Einfaldlega það sem hann átti að gera í stöðunni. Viðbrögð Sigurbergs við brotinu orkar hins vegar tvímælis sem og hegðun hans eftir leik. Það sást greinilega í sjónvarpinu að að var hann sem hóf lætin eftir leik þegar hann ýtti í Hjört Hinriks á leið sinni í búningsklefa. Nú þegar hann sá svo að Hjörtur gerði ekki neitt í því heldur hélt áfram að fagna á sneri Sigurbergur einfaldlega við og fór að ýta mönnum á nýjan leik.
Annars finnst mér varasamt að fara að gera þetta að einhverju stóratriði, Það er bara eðlilegt að menn sýni tilfinningar í bikarleik sem þessum. Allir róuðu sig að lokum og enginn slasaðist.
Kári 7.12.2008 kl. 18:05
Það er eitt hérna. Menn eru í þessu til þess að vinna en ekki til þess að vera góðir við andstæðinginn. Hvað þá ef þetta sé 8 liða úrslit í bikar og enn fremur ef þetta sé nágrannaslagur. Ef að ég man rétt, þið leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál, að Ásgeir Hallgrímsson hafi gert þetta í landsleið Íslands og Noregs með þeim afleiðingum að hann hafi fengið rautt spjald. Þá var þetta ekkert mál því þetta var þjóðin sem var að hjálpast að þar. En þegar FH-ingur gerir þetta og er ungur. Þá er þetta bara ungt og óreint. Það er bara ekki rétt, þetta var hárrétt ákvörðun. Þetta er karlmannsíþrótt en ekki e-h djö. förum ekki nánar út í það.
Gísli 7.12.2008 kl. 18:23
Sá sem þetta skrifar hefur ekki mikið vit á íþróttinni. Var 2.mín brottrekstur á Ásbjörn og lýsir sér í besta falli sem vanþekking á efninu að segja að Ásbjörn hafi "veist með óhugnanlegum hætti að einum Haukamanni."
Væntanlega fékk Ólafur rautt fyrir að fara í andlitið á Einari Erni í lokinn, en ekki fyrir brot Ásbjarnar.
Palli Pé 7.12.2008 kl. 18:26
Lúter, þú veist ekkert um handbolta.
Jón Páll 7.12.2008 kl. 18:51
voðalegur biturleiki er þetta hjá þér Lúther minn. Menn verða að kunna að taka tapi og ekki fara væla eða í vitleysu eins og Kári og Gunnar Berg gerðu í lokin.
Oliver 7.12.2008 kl. 19:11
Kári segir: að þetta hafi verið nákvæmlega það sem gera átti í stöðnni. Nei það á ekkert að snúa menn niður á miðjum vellinum þó leiktíminn sé að renna út. Gaman væri að spyrja þþjálfara FH hvort hann hafi sagt mönnum að gera þetta. Hann myndi allavega aldrei viðurkenna það, því hann veit að þetta er óíþróttamannlegt.
Jón Páll: Ég veit ýmislegt um handbolta samt örugglega ekki allt. Ég hef spilað þessa íþrótt í mörg ár.
Enn hitt vita samt fleiri að svokölluð íþróttablogg mín eru svolítið frábrugðin öðrum, því ég hef gaman að velta öðru en mörkum og markvörslu fyrir mér.
Eigðu góðar stundir.
S. Lúther Gestsson, 7.12.2008 kl. 19:13
Ert þú sem sagt að segja að þú hefðir verið sáttur, sem þjálfari FH, ef að hann hefði jafnað þarna. Þá værir þú nú ekki með mikinn metnað. Íþróttin gengur út á það að vinna, ekki vera góður við andstæðingana.
Gísli 7.12.2008 kl. 20:19
Þegar lið getur unnið heiðarlega án þess að brjóta viljandi á andstæðingunum geta bæði þjálfarinn og leikmaðurinn verið sáttir.
S. Lúther Gestsson, 7.12.2008 kl. 20:43
Þannig að þú ert að segja að þegar þú horfðir á Noregur - Ísland í undankeppninni nú fyrr í haust hafðiru verið ósáttur með að við höfðum gert jafntefli af því að við brutum á Normanninum þarna rétt í lokin? Það er varla hægt að hlusta á svona vitleysu. Eins og versti feministi
Gísli 7.12.2008 kl. 21:01
Alveg hlutlaus, en med olikindum að horfa uppá lið FH, ungir og frábærir. Haukar fengu sénsa en mér fannst þá skorta þennan anda sem ríkir hja FH liðinu. Vona að FH vinni bikarinn í ár. Haukar verða að hugsa sinn gang, gott lið en eru ekki að smella saman.
Baldur 7.12.2008 kl. 21:20
"...unnið heiðarlega án þess að brjóta viljandi á andstæðingnum..."
Hvaða bull er þetta?
Menn brjóta viljandi á andstæðingnum oft í hverri einustu sókn í handbolta! Ertu viss um að þú þekkir þessa íþrótt!???
Kári 7.12.2008 kl. 21:34
Þú hlytur að vera að grínast. Horfði á þennan leik sem hlutlaus og það er enginn að segja mér að Haukar hefðu ekki gert það sama, eða hvaða lið sem er for that matter. Vissulega átti hann að fá rautt fyrir að taka hann niður, en Sigurbergur á að skammast sín. Menn sem eru að gæla við landsliðið eiga að hafa stjórn á sér. Haukarnir eru vælukjóar eins og alltaf og gátu ekki unnið þennan leik eins og menn og gátu það ekki heldur eins og gungur (með að taka úr umferð).
Áhorfandi 7.12.2008 kl. 21:41
Nú er bara verið að ræða þetta atvik í dag og það er bara flott mál að menn séu ekki sammála. Ég sá til að mynda ekki þennan umrædda Noregsleik en auðvitað má ekki heldur brjóta viljandi á leikmanni þar. Mér skilst til að mynda að leikmaður Íslands hafi ekki einu sinni fengið rauða spjaldið. Allavega ef þetta er svona pínulítið mál að það er vart nefnandi þá einfaldlega aukast svona leiðindar brot, varla er það sem þú vilt sjá?
Mátti Maradonna nota hendina því það var alveg að koma að leikslokum og staðan jöfn?
Enn í guðanna bænum ekki kalla mig Feminista og síst þann allra versta.
Kláriði FH menn bara þessa bikarkeppni.
S. Lúther Gestsson, 7.12.2008 kl. 21:43
Kári: Menn brjóta ekki svona af sér í hverrri einustu sókn og það viljandi. Hlaupandi með krumlurnar á undan sér beind í andlit anstæðingsins og snúa hann niður á miðjum helvítis vellinum.
S. Lúther Gestsson, 7.12.2008 kl. 21:48
Nu er eg ekki hlutlaus, by i utlondum og sa ekki leikinn af tvi ad ruv baud ekki upp a hann a netinu, tannig hvad er eg ad vilja upp a dekk! En af lysingum af leiknum a tessum trædi ad dæma, ta synist mer ad tetta hafi verid fyrsti handboltaleikurinn sem S. Luther Gestsson horfir a. Vertu marg velkominn i hop ahugamanna um handbolta Hr. S. :)
Gallhardur FHingur 7.12.2008 kl. 21:58
Ég horfði nú á seinustu 5 mín á leiknum og sá þetta atvik undir lokinn. Ef einhver var óreyndur í þessari stöðu þá var það Haukamaðurinn. Til að byrja með þá fékk hann boltann þegar 3 sek voru eftir og hann var í opnu færi þar. Í staðinn fyrir að taka skot úr opnu færi þá datt honum í hug að reyna komast nær markinu og þó að hann hefði komist fram hjá FH manninum þá hefði tíminn verið útrunninn áður en hann mundi ná skotinu og þar af leiðandi hefði aldrei fengið mark gilt ef hann hefði hitt á markið.
Og til að sýna áframhaldandi reysluleysi þá reyndi hann að skapa til slagsmála eftir brotið og líka eftir leikinn. Gróft brot eða ekki, ef menn geta ekki höndlað smá pústra þá hafa þeir ekkert að gera í keppnisíþróttum.
Helgi 7.12.2008 kl. 22:08
Djöfull er ég sammála Helga, boltaleikir eru fyrir karlmenn og þar fæst ekkert nema með baráttu og smá hnjaski. Auðvitað eiga menn að tuktast aðeins til sérstaklega í handbolta. Enn strákar að hlaupa beint til leikmanns sem er með boltann og snúa niður í gólfið er bara enginn varnarleikur. Ásbjörn viðurkenndi það sjálfur að hann hefði eingöngu ætlað að stöðva manninn, það eitt og sér er bara ekki löglegt og þýðir rautt spjald. Hvers vegna þýðir svona brot rautt spjald? Getur einhver svarað því fyrir mig?
Hvar eru nú bloggvinir mínir? Ætlar enginn að hjálpa mér hérna? Það er hálfur brandarabærinn á eftir mér.
S. Lúther Gestsson, 7.12.2008 kl. 22:44
Ertu semsagt að segja að FH-ingurinn hefði átt að leifa Sigurbergi að skjóta og eiga á hættu að leikurinn færi í framlengingu til að þóknast mönnum eins og þér !
Að sjálfsögðu stoppaði hann mannin þótt það myndi kosta hann rautt spjald og Haukamenn myndu gera það nákvæmlega sama ef dæmið snéri öfugt.
Nú veit eg ekki hversu marga handboltaleiki þú hefur séð, en þegar lítið er eftir og staðan jöfn þá er þetta alltaf gert til að tíminn renni út og leikurinn endar í fríkasti frekar en marki.
arnar 7.12.2008 kl. 22:52
Lúther minn ég þekki vel þegar þú ferð á skrið og það getur verið gaman, enn þessi lýsing þín: "veittist með óhugnanlegum hætti að einum Hauka manni." er ekki aðeins of mikið gert úr hlutunum? Það er bara eins og Hauka maðurinn hafi verið heppinn að komast lifandi eða allavega ófatlaður frá þessu.
H.D
Haddi 8.12.2008 kl. 00:24
Ég sagði aldrei að menn brytu svona af sér í hverri einustu sókn, þú þarft að lesa þetta yfir aftur.
Þú sagðir: "Þegar lið getur unnið heiðarlega án þess að brjóta viljandi á andstæðingunum geta bæði þjálfarinn og leikmaðurinn verið sáttir."
Þarna talar þú um að ekki sé hægt að vinna heiðarlega ef maður brýtur viljandi á andstæðingnum - almennt.
Og þá sagði ég: "Menn brjóta viljandi á andstæðingnum oft í hverri einustu sókn í handbolta!"
Þarna benti ég þér á að menn brjóta viljandi á andstæðingnum í hverri einustu sókn - yfirleitt er aðeins dæmt fríkast, stundum fá menn gult o.s.frv.
Síðan sagðir þú: "Menn brjóta ekki svona af sér í hverrri einustu sókn og það viljandi. Hlaupandi með krumlurnar á undan sér beind í andlit anstæðingsins og snúa hann niður á miðjum helvítis vellinum."
Þarna ruglast þú illilega og gefur í skyn að ég hafi sagt að menn brytu "svona" af sér í hverri einustu sókn. Það sagði ég aldrei. Síðan væri gott ef þú myndir horfa á myndir af þessu aftur til þess að þú sjáir að Ásbjörn fór alls ekki með "krumlurnar á undan sér beint í andlit andstæðingsins". Það er mjög augljóst að hann gerir það ekki. Ég er viss um að ef svo hefði verið hefði Sigurbergur gefið það kynna með einhvers konar líkamstjáningu, t.d. gripið fyrir andlitið með höndunum.
Staðreyndin er einfaldlega sú að Sigurbergur brjálaðist ekki vegna þess að það var brotið "svo illa" á honum. Hann áttaði sig bara á því að með þessu broti var leikurinn búinn - tapaður! Hann áttaði sig á að hann hafði tapað fyrir FH í annað skiptið á mánuði og að lið hans væri dottið úr bikarkeppninni.
En talandi um að hlaupa með hnefann á undan sér þá sást það vel í sjónvarpinu að Gunnar Berg Viktorsson gerði það...en þú minntist hins vegar ekkert á það í blogginu þínu.
ps. legg til að þú breytir fyrirsögninni á blogginu svona til að þú virkir ekki svona rosalega kjánalegur
Kári 8.12.2008 kl. 00:36
Já og svona í lokin til að friða þig. Þá sáu dómararnir að sér og tóku til baka rauða spjaldið á Ólaf Guðmundsson og settu það á Ásbjörn. Sem er gott og blessað.
Kári 8.12.2008 kl. 00:38
Sem er bara mjög fúlt því hann braut ekkert af sér, gerði bara það sem gera þurfti og þetta er bara allstaðar gert.
S. Lúther Gestsson, 8.12.2008 kl. 01:42
Vá! Þú skilur þetta bara ekki. Þetta var brot. Þetta var rautt spjald! Það er á hreinu.
En þarna var ekki við að veitast "með óhugnanlegum hætti að einum Hauka mann" eins og þú sagðir og hann var ekki með "báðar hendur á undan sé í andlitshæð og sneri hauka mannin niður með hálstaki".
Um það snýst deilan. Þú heldur að þetta hafi veirð gróf líkamsárás á meðan ég segi að svo hafi alls ekki verið. Þú hlýtur að fara að skilja þetta...
Kári 8.12.2008 kl. 08:18
Ég verð nú bara að segja fyrir mitt leyti að þetta var engan veginn gróft brot og ég skil ekki hvernig greinarhöfundur, sem greinilega hefur minna en ekkert vit á handbolta, getur sagt að Ásbjörn hafi veist að Haukamanninum og tekið hann hálstaki. Hvílíkt bull og kjaftæði!
Árni Friðriksson 9.12.2008 kl. 12:01
Lúther minn! varstu að biðja um hjálp? þú stakst þér út í djúpulaugina með þessu bloggi og fékkst hálfann Hafnarfjörðin uppá móti þér....sjálfskaparvíti. Nú ég skal svo sannarlega hjálpa þér. Ég sá ekki leikinn, ekki séð eina einustu sekúndu úr fréttum af þessu meinta broti kannast við eitt nafn út FH liðinu nokkur úr Haukum en þetta var algert rugl hvernig sem ég lít á málið. Hvað ertu svo að eyða tíma í svona bull þegar þú átt að vera undirbúa jólin með öllu því skemmtilega sem því fylgir. Hugsaðu um þína menn og leyfðu Göflurunum að rembast áfram og rífast innbyrðis. Annars grunar mig að þetta hafi verið tilgangurinn hjá þér......etja stuðningsmönnum þessara liða saman - situr svo glottandi hjá og skemmtir þér hið besta, já svei mér þá það held ég a.m.k.
kv úr snjónum.
Páll Jóhannesson, 9.12.2008 kl. 23:58
Ég er hvorki stuðningsmaður FH né Hauka, enn sonur minn spilar bæði knattspyrnu og handbolta með FH og því eru kannski taugarnar meira FH meginn í svona innbirðis viðureignum.
Getur einhver sagt mér hvaða ástæðu höfðu þessi lið til að láta frá sér sérstaka fréttatilkynningu um þetta atvik? Þar sem sérstaklega var bent á að þetta hefði ekki verið til fyrirmindar fyrir yngri kynslóðina sem var fjölmenn á pöllunum.S. Lúther Gestsson, 10.12.2008 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.