Laugardagur, 27.12.2008
RAFHLÖÐU JÓL.
Þegar maður á tvo stráka 3 mánaða og rúmlega 2 ára virðist sem öllum, já öllum finnist þeir slá í gegn ef þeir gefa rafhlöðudót í jólagjöf. Hávaðin úr 16 tækjum sem enginn gefur nálægt því eðlilegt hljóð getur verið heilaskemmandi.
Þegar líða fór á pakkaflóðið og maður sá hvert stefndi fór maður að fylgjast með og reyna að stela rafhlöðunum undan, svo þegar spurningin um hvort ekki hafi örugglega fylgt rafhlöður setti maður upp andlit sem sagði "Ég veit ekkert" Svo fór öll fjöldskyldan á kaf ofan í svörtu ruslapokana sem innihélt jólapappír og gramsaði eftir rafhlöðum og maður sat bara með svipinn, "ég veit ekkert"
Maður var rétt búinn að sannfæra 2 ára strákinn um að bílarnir, lestarnar, byssurnar og hvað þetta heitir allt saman gengi alls ekki fyrir rafhlöðum þegar vinir og vandamenn birtust brosandi daginn eftir með fullt af rafhlöðum.
Þegar ég set peyjana í pössun næst set ég heilann stóran poka með rafhlöðu leikföngum með þeim og aðgæti að allar rafhlöður séu nýjar.
Annars voru jólin afskaplega notaleg og hafa síðustu dagar farið í heimsóknir, jólaboð og að taka á móti gestum.
Sjálfur er ég svo afskaplega fallega vaxinn að ég þarf ekkert að spá í kaloríur eða fituinnihald á öllum matnum og sælgætinu. Ég hreinlega át bara eins og mig langaði.
Myndirnar hér að neðan læt ég bara tala sínu máli enn þær eru allar teknar kringum þessa hátíð ljóss og friðar.
Athugasemdir
Gleðilega jólarest elsku bróðir... það hefur greinilega verið nóg að gera hjá ykkur.... og ég gaf ekki strákunum neitt svona batterísdót, höfum það á hreinu.
Annars verð ég að hrósa ykkur fyrir flott piparkökuhús... við gerðum lika eitt og það er svo ljótt að ég var alvarlega að hugsa um að missa það í gólfið svo ég þyrfti ekki að horfa á það öll jólin :=)
Sifjan, 27.12.2008 kl. 03:25
Ja hérna Lúther minn! svona eru svo ættingjarnir eyðileggja allt fyrir þér, ég hef fulla samúð með þér. Gott að sjá að þið njótið jólanna laus við allar áhyggjur af fitu- og kaloríum.
Jólakveðja úr snjólausum Akureyrarbæ
Páll Jóhannesson, 28.12.2008 kl. 15:46
Gleðileg jól.
Hávaðan kannast ég við, verandi stráka mamma sjálf.
Ragga 28.12.2008 kl. 16:09
Oh, það er sko til hávaðadót fyrir stelpur líka. Allavega er það mín reynsla.
Gleðilegt ár og hafðu það gott með fjölskyldunni.
P.s. Jeppabókin kom í pakka á þetta heimili (ekki minn) og ekki frá því að ég hafi séð mynd af þér.
Anna Guðný , 31.12.2008 kl. 01:11
He,he Já ekki ólíklegt Anna Guðný. það eru fáir staðir sem ég hef ekki heimsótt á hálendið og á flesta heimsæki ég nokkrum sinnum á ári. Myndirnar sem ég fæ af mér eru samt alltaf eitthvað tengdar óhöppum ef ég man rétt. Hef þó ekki séð þessa nýju bók að neinu viti enn næ mér að sjálfsögðu í hana eftir áramót.
Konur virðast þola svona dótahávaða betur enn við karlmennirnir, kannski heyra þær bara verr.
S. Lúther Gestsson, 31.12.2008 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.