Fimmtudagur, 12.2.2009
Síminn hefur ekki stoppað.
Fljótlega eftir kl 11 í morgun byrjaði síminn að hringja:
Góðan dag ertu að leita að bíl í skiptum við sleða?
Góðan dag get ég skoðað hjá þér sleðann?
Góðan dag Ég er með rosa flottan bíl handa þér.
Ég fór að útskýra fyrir fólki að ég ætti bíl og hefði afskaplega lítinn áhuga á að skipta sleðanum mínum fyrir bílgarm. Þegar ég fór svo að athuga málið eftir að vera búinn að afþakka eina 15 bíla komst ég að því að einhver hefði náttúrulega verið að atast í mér og auglýst sleðann minn til sölu og ég vildi endilega eignast einhvern bíl í staðinn.
Rúmum 2 klst síðar byrjaði ballið aftur og fólk hafði gríðarlegan áhuga á að skoða þessa nýsmíðuðu kerru sem átti ekki að kosta nema litlar 40.000 krónur og mátti borgast með visa/euro greiðslum.
Í þessum töluðu orðum er ég að svara í vinnusímann hjá mér þar sem fólk er að falast eftir vélsleðagalla frá toppi til táar, mér langar ekki einu sinni að vita verðið á honum.
Eina haldbæra skýringin á þessu er að þeir sem hafa séð mig þjóta um á sleðanum vilji losna við mig af honum sem fyrst, svona getur öfundin farið ílla með menn.
Verð að þjóta síminn er að hringja!!!
Athugasemdir
hahahah .... Margt hefur mér nú dottið í hug til að stríða mönnum eins og þú auðvitað veist minn kæri vinur,en þetta er eiginlega það magnaðasta og er frekar lummó,ekki svo að skilja að mér hafi ekki dottið þetta í hug,nei nei er bara svo hræddur um að einhver myndi gera mér þetta svo ég læt þennan hrekk vera
Vignir Arnarson, 12.2.2009 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.