Djöfull var ég fúll.

Ég þarf að gera játningu, ég hef aldrei orðið eins tapsár og aftir að KR tapaði þessum leik þ.e.a.s í karlaflokki.

Ég hafði gjörsamlega allt á hornum mér, neitaði jafnvel að borða kvöldmatinn. Gremjan einhvernveginn sauð í mér í allt gærkveldi. Fyrir mér var þetta gríðarlegt áfall. það er það alltaf þegar maður tapar bikar. Ég held að það hefði verið betra að tapa á móti einhverju stórliði, en Stjarnan er ekki stórveldi, ekki í neinni einustu íþrótt.

Ég ætla að skella skuldinni á Benna þjálfara, leikmenirnir eru til staðar getan er til staðar og ef þessi mannskapur er ekki á tánum er það Benna hlutverk að koma mönnum í gírinn.

Ég veit ekki hvort hann var að skenka strákunum te í hálfleik alla vega náði hann ekki að keyra strákana upp. Það er eitthvað a, við erum búnir að tapa tveim leikjum í röð og nú krefst ég þess að þetta stoppi.

Annars skiptir það ekki máli fyrst við náðum ekki þessum bikar, kannski íslandsmeistara titillinn verði einhver sárabót.

STRÁKAR, ÞETTA ER EKKI KOMIÐ. DRULLIST TIL AÐ STANDA Í LAPPIRNAR!!!!

Ég er samt allur að koma til, en helvítis hnúturinn kom í magann aftur í morgun þegar ég sá svart hvítu treyjuna mína í forstofunni. Ég hugsaði með mér, er ekki hægt að endurtaka þennan leik?

Ég bað dótturina um að henda henni inn í þvottahús fyrir mig. Hafði einhvernveginn ekki dug að gera það sjálfur.

Valla og börnin mín kær: Fyrirgefið hvað ég var leiðinlegur.

Stjörnumenn til hamingju.

 


mbl.is Bikarkeppni KKÍ, myndasyrpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

How sweet it is !!!

 Áfram Stjarnan og lengi lifi Garðarbæjarstórveldið!!

Billy Boy 16.2.2009 kl. 15:56

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Get vel trúað að þú og margur KR-ingurinn svíði þetta tap ansi sárt...Já ekki vantar leikmennina..og tapa samt með þá....Átti gjörsamlega ekki vera hægt....EF íslandsmeistari..BARA smásárabót..ekkert meir...En sem betur fer er allt hægt...En KR-konur stóðu sig frábærlega.....Tók fjölskyldan fyrirgefningarbeiðninni???Billy boy,segi nú ekki lengi lifi garðabæjars.....skrifa ekki meir..en til hamingju. 

Halldór Jóhannsson, 16.2.2009 kl. 21:50

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Við erum góð hérna.

S. Lúther Gestsson, 16.2.2009 kl. 21:56

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Gleymdi að óska öllum KR-ingum til hamingju með afmælið....Áfram KR

Halldór Jóhannsson, 16.2.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband