Miðvikudagur, 11.3.2009
Engar fréttir góðar fréttir.
Fjöldskyldan tók þá ákvörðun í fyrradag að eyða páskunum á Akureyri og eins og okkur er siður þá er fyrirvarin skammur og þegar leitast var við að fá einhverstaðr íbúð á leigu yfir hátíðirnar komumst við að því að leiga á íbúð 3 nætur er nánast sú sama og útborgun í 3 herbergja raðhúsi.
Það lítur því út fyrir að við eyðum bara páskunum í kotinni okkar eða einhverstaðr í bústað hérna sunnanlands.
Annars allt gott að frétta. Nú er maður farin að bíða spenntur eftir hvernig stórveldið KR verður skipað leikmönnum næsta sumar og er það eiginlega orðin brandari að ekki skuli eiginlega vera komin einu sinni 70% lið.
Reyndar fengum við ekki leikheimild í efstu deild í vikunni, átti eftir að ganga frá einhverju. RUGL og ekki vinnubrögð sem menn ættu að vera stoltir af.
Við krakkarnir skelltum okkur út í snjóinn óg bjuggum til þennan líka flotta snjókarl sem Guðbjörn sonurinn skýrði strax Snjólf. Efti rúmlega sólarhring var kominn slagsíða á kallinn og hangir hann enn uppi með öxlina utan í húsinu, er það álit okkar að kallinn hafi fengið reykeitrun.
Krakkarnir heimsóttu húsdýra garðinn í vikunni og þar ætlaði Guðbjörn að afhenta kálfunum allar snuddurnar sínar að gjöf, þar sem strákurinn sagðist hættur að nota þær.
Eitthvað leist honum ílla á aðstæður og lenti honum upp á kant við einn íbúann þannig að ganga þurfti á milli. Hér býður drengurinn samt sem áður fram sáttarhönd.
Enn snuddurnar tók drengurinn með sér aftur heim, greinilegt að kálfarnir verða að haga sér eitthvað betur ef þeir ætla sér að eignast þetta snuddusafn.
Athugasemdir
Heyrðu... nú eruði að pæla að koma norður um páskana... hmm afhverju vissi ég ekkert af því ??
En þið getið fengið mitt hús ef ég fer á Langanesið um páskana :=)
Sifjan, 12.3.2009 kl. 00:39
En hver á þá að elda ofaní okkur og þvo þvottinn???
S. Lúther Gestsson, 12.3.2009 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.