Stórveldið tekur á sig mynd.

Þetta er orðið ansi spennandi lið og ekki spurning að á pappírum er þetta sterkasta lið landsins.

En það er nú einu sinni þannig að það sem stendur á pappírunum er ekki alltaf nóg eins og stórveldið hefur marg oft sannað.

Gríðarleg barátta verður milli manna um fast sæti í liðinu og svo er það líka þannig í sumar að gríðarleg samkeppni verðu milli manna um stöður því mikið af leikmönnum getur spilað fleiri en eina stöðu þó svo þeir vilji bara einhverja fasta stöðu.

Það verður fróðlegt hvort þessi samkeppni verði liðinu sjálfu til góðs eða ekki.

Írskur ungur knattspyrnumaður var að spila sinn fyrsta leik í kvöld í æfingaleik við Gróttu og mun Logi ákveða um helgina hvort samið verður við hann. Þetta mun vera miðjumaður og þá eru þeir ekki nema ca 20 miðjumenn hjá liðinu núna, skyldi vera búið að stytta vellina?

Enn Bjöggi er drengur sem á hvergi heima nema hjá KR og held ég að allir andi nú aðeins léttar.

Svo má nú góður bloggvinur minn gleðjast yfir því að nú spilar ÞÓRSARI  hjá stórveldinu. 

Til hamingju þórsarar langt síðan knattspyrnumaður hefur náð svo langt, reyndar var það sami leikmaður sem náði svo langt síðast en það var einmitt þegar hann lék síðast með stórveldinu.


mbl.is Björgólfur Takefusa samdi við KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Miðvörður ekki miðju maður.

Nonni 20.3.2009 kl. 11:15

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Miðvörður, afturliggjandi miðvörður, framliggjandi miðvörður að ógleymdum miðjumanninum allar þessar stöður eiga að bera ábyrgð á miðjunni. Erþakkiannars?

S. Lúther Gestsson, 20.3.2009 kl. 14:48

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þú ert ágætur

Páll Jóhannesson, 20.3.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband