Fimmtudagur, 2.4.2009
Tímaritið Vikan á líflegu nótunum.
Ég var að fletta í gegnum nýjasta hefti Vikunnar og þar auglýsa þeir að með blaðinu fylgi heilar 8 góðar lífsreynslusögur.
Ekki er nú beint hægt að sega að Vikan sé á upplífgandi nótum þessa vikuna í allri kreppunni, því þessar sögur eru:
1. HÖFNUNIN REYNDIST ERFIÐ
2. FÉKK EKKI AÐ KVEÐJA DÓTTUR MÍNA.
3. VERNDARENGILL MARGRÉTAR.
4. Í LEIT AÐ LÍFSHAMINGJU.
5. ÞOLDI EKKI SVEITALÍFIÐ.
6. TÖFRUM SLUNGIÐ KVÖLD.
7. AÐSKILIN Í ALDARFJÓRÐUNG.
8 MAÐURINN MINN VILDI EKKI BARNIÐ OKKAR.
já það er ekki slæmt í allri kreppunni og volæðinu sem gengur yfir land okkar og þjóð að setjast niður við kertaljós og lesa eitthvað uppigilegt.
Athugasemdir
Var Vikan að gefa í skyn að það yrði þema blaðsins? uppbyggilegt og svo framvegis.
Ekki sá ég það. Hafði mjög gaman af þessu blaði.
Er farinn að hafa meira gaman af Vikunni en séð og heyrt ... svei mér þá.. ekki átti ég von á að segja það nokkurntíman. Í séð og heyrt er bara.. myndir af fólkinu á djamminu.. kjaftasögur.. hver er með hverjum.. hún er hætt með þessum... bla bla bla. séð og heyrt var uppáhalds blaðið mitt hérna fyrir 2 árum síðan ... þvílík vonbrigði !
ThoR-E, 2.4.2009 kl. 17:26
einmitt svona niðurtal sem við þurfum að varast - byggjum frekar upp
Jón Snæbjörnsson, 3.4.2009 kl. 10:47
Lúther, þú ert ógeðslega fyndinn. Svona kaldhæðni er ekki á hverju strái. Ég er í kasti.
Eða var, er á leiðinni fram í eldhús til að leggja lokahönd á kviðristuna.
Með svona sögur þurfum við ekki búast við að ná út úr kreppunni.
Hahahahaha.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2009 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.