Páskadagur.

Þessi páskadagur hófst með látum og börnin hlupu um allt húsið í leit að súkkulaði eggjum. Fljótlega heyrðist öskrað af neðri hæðinni að aðstoðar væri óskað og það hið snarasta, ég velti mér á hina hliðina og gaf þau skilaboð að þau egg sem ekki fyndust á næstu 15 mín yrðu mín eign. Þessu var svarað með því að sænginni var svipt af mér og ég rekinn frammúr.

Fljótlega eftir hádegi skrapp ég út í garð og hófst 4 tíma þrif á grasflötinni og beðum, uppskar ég 4 ruslapoka af rusli. Húsið hjá mér stendur í enda og hefur gengið óvenjulega mikið inn í garðinn þar sem kannski veðrið hefur verið óvenjulegra í vetur enn oft áður.

Ekki látið mikið af myndum hér á bloggið undanfarið og bæti hér við nokkrum myndum frá deginum í dag og svo eina mynd af þeim yngsta þar sem hann setur upp einhvern skemmtilegasta svip sem ég hef lengi séð, skemmtilegt með þessi kríli að það er ekkert verið að leika neitt svona upplifa þau hlutina.

Myndirnar stækka ef smellt er á þær.

Njótið páskarestarinnar góðu bloggvinir.

myndir_februar_og_mars_002.jpgmyndir_februar_og_mars_003.jpgmyndir_februar_og_mars_004.jpgmyndir_februar_og_mars_005.jpgmyndir_februar_og_mars_001.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Búin ad senda tér skilabod Luther minn.

Kíktu.

kvedja frá Jyderup.

Gudrún Hauksdótttir, 16.4.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband