Sunnudagur, 24.5.2009
Ég á mér von.
Í Fréttablaðinu á Laugardag er viðtal við sr. Guðna Már Harðarsson. Þar segir hann frá því að fyrir all mörgum árum keypti hann hlutabréf í fótboltafélaginu Stoke á Englandi.
Hann segir einnig frá því að hann hafi tekið peningana úr heimilis sjóðnum og ekki sagt konunni sinni frá því í mörg ár...Bíddu maðurinn er prestur, mega prestar þetta? Ég hefði nú bara aldrei þorað að koma fram og sega þetta.
Enn hvað um það, nú virðist sem sé vera að kaupin kunni að skila sér og það með hagnaði. Að vísu segir Gunnar Gíslason fyrrum stjórnarmaður í Stoke að peningarnir séu fastir í banka Kaupþings í Luxemborg. Enn muni skila sér.
Enn viti hvað??? Jááá, ég keypti nefnilega fyrir mörgum árum líka hlut í knattspyrnufélagi og það sem er að það knattspyrnufélag er miiiiklu betra en Stoke. Nefnilega KR-SPORT.
Ég sagði konu minni frá því strax á sínum tíma enn stal ekki peningunum undan og laug eins og presturinn. Því veit ég að ég verð ríkur einn daginn, já, já það gerist einn daginn.
Athugasemdir
Ég myndi nú ekkert fara að stækka við mig eða endurnýja bílinn strax Lúther minn. Þessi pappís þinn er örugglega ágætis veggskraut.
Halli 24.5.2009 kl. 22:53
Já það vona ég svo innilega Lúddi minn að þú verðir ríkur einn daginn og þessi vinna sem þú ert að vinna í dag, fyrir utan vinnuna sjálfa á eftir að skila þér miklu.
Enn hvort KR sport eigi eftir að gera þig ríkann stórefast ég um, því miður. Hvað var þetta annnars mikið sem þú lagðir í þennan skeinipappír?
Kveðjur úr Breiðholtinu.
Jónas 25.5.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.