Mánudagur, 1.6.2009
Byrjaður að hjóla.
Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag voru konan og krakkarnir farnir í útileigu. Ég tók því fram reiðhjólið og skokkaði hundurinn með mér allstórann hring í kringum Elliðadalinn. Alls tók þessi hringur ca 2 tíma og sýndi hundurinn mér það enn einu sinni að hann er í mikið betri formi en ég.
Allavega grunar mig að harðsperrurnar verði eitthvað að angra mig á morgun.
Annars er ég alltaf að finna fleiri og fleiri gíra á hjólinu, held svei mér þá að þetta hálfsjálfskipt.
Nú eru allir fjöldskyldu meðlimir komnir á hjól og ekkert til fyrirstöðu að ná sér í holla hreyfingu. Guðbjörn Smári lærði að hjóla á nýju Íslandsmeti um daginn, það er búið að taka meiri tíma að kenna honum að bremsa en að komast áfram og halda jafnvægi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.